Láta hýða sig í mótmælaskyni

Skuldaþrælar voru hýddir í dag en slíkt er ekki daglegt brauð á Lækjartorgi  og vakti mönnum nokkura undrun þótt fólk sé að mestu leyti hætt að kippa sér upp við smámuni eftir atburði síðustu mánaða. Hýðingin var vegna komu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins en þeir ætla að fara yfir það hvernig íslenskum stjórnvöldum hefur tekist að uppfylla skilmála lánsins.

Þarna voru samankomnir aðgerðarsinnar að fremja gjörning á Lækjartorgi í hádeginu. Þeir sem stóðu að gjörningum segjast hafa áhyggjur af því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn neyði Íslendinga til að einkavæða fleiri ríkissfyrirtæki jafnvel selja þau úr landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert