Afar jákvæð tíðindi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/SteinarH

„Þetta verða að teljast afar jákvæð tíðindi og ljóst að með þessari ákvörðun mun störfum hér á Vesturlandi fjölga töluvert og ekki veitir af í þeim hremmingum sem atvinnulífið á við að etja þessa dagana,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um hvalveiðar.

Vilhjálmur segir ennfremur ljóst að sú harða barátta sem margir hagsmunaaðilar hafa háð að undanförnu haf skilað árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert