Gagnaver tefst um ár

Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holdings
Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holdings

Tafir verða á uppbyggingu alþjóðlegs gagnavers hér á landi sem fyrirtækið Verne Holdings hefur unnið að og kynnt var fyrir réttu ári, að sögn Vilhjálms Þorsteinssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Hann segir að upphaflegar áætlanir hafi gert ráð fyrir því að gagnaverið yrði opnað á öðrum fjórðungi þessa árs. Nú sé hins vegar stefnt að því að opnunin verði eftir um eitt ár, eða á öðrum eða þriðja fjórðungi ársins 2010.

„Ýmislegt hefur orðið til að tefja okkur,“ segir Vilhjálmur. „Við þurftum að leggja í mikla upplýsingaöflun síðastliðið sumar vegna jarðskjálftans á Suðurlandi til að sannfæra viðskiptavini okkar um að allt væri í góðu lagi. Það tókst. Svo hrundi bankakerfið, þá komu gjaldeyrishöft og að sjálfsögðu hefur alþjóðlega fjármálakreppan haft áhrif á þau erlendu fyrirtæki sem við erum að ræða við. En við erum enn í viðræðum og erum komin langt í þeim.“

Verne Holdings er í eigu Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og bandarísks fjárfestingarsjóðs, General Catalyst Partners.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert