Peningastefnunefnd skal gefa út viðvörun

Höskuldur Þórhallsson alþingismaður.
Höskuldur Þórhallsson alþingismaður. mbl.is

„Ef peningastefnunefnd metur það svo að alvarleg hættumerki séu til staðar sem ógni fjármálakerfinu skal hún gefa út viðvaranir þegar tilefni eru til.“ Þetta er setningin sem bætt var inn í frumvarpið um Seðlabanka Íslands sem í kvöld afgreitt frá viðskiptanefnd Alþingis.

„Skynsemi og fagleg sjónarmið höfðu vinninginn í þessari orrahríð,“ sagði Höskuldur Þórhallsson, annar tveggja Framsóknarmanna í viðskiptanefnd, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Hann kom í veg fyrir að málið kæmist úr nefnd og til þriðju umræðu í byrjun vikunnar. Vildi þá bíða eftir skýrslu sem von var á frá Evrópusambandinu og segir að í skýrslunni, sem nefndarmönnum var kynnt í dag, sé einmitt lagt til það atriði sem bætt hefur verið í frumvarpið. „Það er skýr tillaga um þetta í skýrslunni, sem eitt af því sem gæti komið veg fyrir svona bankahrun aftur.“

Höskuldur leggur áherslu á að þannig er ekki tekið til orða í frumvarpinu að nefndinni sé heimilt að gefa út viðvörðun, heldur skuli hún gera það, við ákveðnar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina