Af vanefnum gert í upphafi

Jóhannes Nordal.
Jóhannes Nordal.

Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir í umsögn til viðskiptanefndar að ekki fari á milli mála að seðlabankafrumvarpið hafi í upphafi verið mjög af vanefnum gert. Segir Jóhannes þakkarvert að meirihluti nefndarinnar hafi þegar lagt fram breytingartillögur sem bæti nokkuð úr alvarlegustu vanköntum þess.

Umsögn Jóhannesar barst nefndinni sl. mánudag en hann tekur fram að hann hafi litla aðstöðu til rækilegrar umfjöllunar. Bendir Jóhannes á að við upphaflega lagasetningu um Seðlabankann og allar veigamiklar breytingar á lögunum hafi þær ætíð verið rækilega undirbúnar og náðst þverpólitísk samstaða á þingi um þær

.„Enn virðist mér þó þörf á mun rækilegri umfjöllun um meginatriði þess[...],“ segir Jóhannes um frumvarpið. Hann segir margt mæla með því að aðstoðarbankastjórarnir verði tveir. Fyrir því séu mörg fordæmi í öðrum löndum. Hann segir að peningastefnunefndir séu nýmæli en nokkur lönd hafi tekið slíkar nefndir upp á síðustu árum. Ýmislegt mæli með þessu fyrirkomulagi, einkum það að fleiri sjónarmið hafi með því áhrif á ákvarðanir í peningamálum.

Jóhannes tekur fram að honum virðist skilgreining á valdsviði peningastefnunefndar þurfi að vera skýrari en frumvarpið gerir ráð fyrir, ella geti skapast óvissa um gildi einstakra ákvarðana bankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert