Andlát: Benedikt S. Benedikz

Benedikt Sigurður Benedikz
Benedikt Sigurður Benedikz mbl.is

Benedikt Sigurður Benedikz bókavörður lést í Birmingham á Englandi 25. mars sl.

Hann fæddist 4. apríl 1932 í Reykjavík, sonur Eiríks Benedikz og Margaret Benedikz. Benedikt stundaði nám við háskólann í Oxford, Penbroke College, og lauk þaðan MA-prófi 1958. Hann hlaut Diploma in Librarianship við University College í Lundúnum 1959, fyrstur Íslendinga. Hann varð síðan dr. phil. frá háskólanum í Birmingham 1979. Benedikt vann við aðfangadeild háskólabókasafnsins í Durham 1959-67 og var kennari við þann skóla. Hann var bókavörður við háskólann í Ulster 1968-71. Frá 1973 til starfsloka var hann bókavörður við háskólann í Birmingham og kenndi líka handritafræði. Benedikt var félagi í lærdómsfélögunum Society of Antiquaries og Royal Historical Society. Eftir hann liggja mörg rit, þýðingar og greinar.

Þegar Benedikt var að alast upp dvaldist hann langdvölum hjá afa sínum Benedikt S. Þórarinssyni (1861-1940) kaupmanni og bókasafnara. Vafalaust má rekja hinn mikla bókaáhuga hans til þessara ára. Þó að hann byggi í Englandi nærri allt sitt líf lét hann sér mjög annt um íslensk bóka- og handritasöfn og þá sérstaklega Benediktssafn, sem svo er kallað, hið mikla bókasafn sem afi hans gaf Háskóla Íslands áður en hann lést og er nú varðveitt sem sérsafn í Landsbókasafni. Benedikt sendi safni afa síns bækur, handrit og peninga.

Árið 1964 kvæntist Benedikt Phyllis Mary og eignuðust þau þrjú börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »