Þurfti að kalla á sérsveitina

Sérsveitin við hús ríkislögreglustjóra.
Sérsveitin við hús ríkislögreglustjóra. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð að húsi á Presthúsabraut á Akranesi í gærkvöldi. Þar var staddur ölvaður og vopnaður maður en áhyggjufullur aðstandandi tilkynnti lögreglunni á Akranesi um ástand hans. Maðurinn gisti fangageymslur í nótt.

Að sögn lögreglunnar á Akranesi var maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, einn í húsinu. Fljótlega var ljóst að yfirbuga þurfti manninn og var sérsveitin því kölluð til. Nærliggjandi götum var lokað og ruddust sex sérsveitarmenn inn í húsið og handsömuðu manninn. Hann gisti fangaklefa í nótt og verður yfirheyrður í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert