Loftorka bauð lægst í vegagerð

mbl.is/Þorkell

Tilboð hafa verið opnuð í gerð nýs Álftanesvegar, milli Hafnarfjarðarvegar og Bessastaðavegar, sem mun leysa af hólmi gamla Álftanesveginn. Alls bárust 19 tilboð í verkið. Þar af voru 18 tilboð undir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem var 825 milljónir króna. Lægsta tilboðið átti Loftorka Reykjavík ehf. í Garðabæ, 561,4 milljónir, sem voru 68% af verktakakostnaði. Hæsta boðið áttu ÞG verktakar, Reykjavík, 916,9 milljónir.

Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar, verður gengið til samninga við lægstbjóðanda á næstu dögum. Verkið felst í því að leggja nýjan 4 kílómetra langan veg frá Engidal að Bessastaðavegi. Gera skal mislæg gatnamót ásamt að- og fráreinum við Hraunsholt í Engidal, leggja tvenn göng fyrir gangandi umferð og hringtorg við Bessastaðaveg. Breyta skal legu strengja, vatns- og hitaveitulagna. Þá á að leggja nýja háspennu- og rafdreifistrengi, síma-, vatns-, og hitaveitulagnir. Einnig fylgir með í verkinu landmótun, sáning og yfirborðsjöfnun hrauns.

Að sögn Jónasar getur verkið hafist fljótlega en því á að ljúka 31. ágúst 2010 .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert