79 ára játar íkveikju

Slökkvilið að störfum í Grímsnesinu.
Slökkvilið að störfum í Grímsnesinu. mbl.is/Guðmundur Karl

Karlmaður fæddur 1930 hefur játað að vera valdur að bruna í sumarbústað við Borgarleyni í Grímsnesi í gær. Hann var handtekinn skammt frá brunastað á meðan slökkvistarf stóð yfir og gisti fangageymslur í nótt. Maðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslu um hádegisbil í dag.

Eldurinn kom upp um kl. 14:30 í gær og tók slökkvistarf rúma klukkustund. Bústaðurinn er mikið skemmdur af eldi og vatni. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Selfossi og tæknideildar lögreglu Höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert