Svikin um Fálkaorðuna

Riddarakross fálkaorðunnar
Riddarakross fálkaorðunnar

Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fékk fyrir skömmu bréf um að forseti Íslands hygðist sæma hana Fálkaorðunni. Á leiðinni að Bessastöðum barst sendiherranum símtal frá forsetaskrifstofunni þess efnis að ekki ætti að sæma hann orðunni, að sögn Kastljóss Sjónvarpsins í kvöld.

Carol van Voorst lýkur fljótlega störfum hér á landi og óskaði eftir kveðjufundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, eins og hefð er fyrir. Kastljós sagði að sendiherrann hafi síðan fengið bréf frá utanríkisráðuneytinu um að forsetinn ætlaði að sæma Carol van Voorst Fálkaorðunni.

Bandarísku sendiherrahjónin voru síðan boðuð á kveðjufund á Bessastöðum síðastliðinn föstudag. Þegar þau áttu skammt eftir til Bessastaða fékk sendiherrann símtal frá forsetaskrifstofunni og var van Voorst sagt að hún yrði ekki sæmd orðunni. Enginn nánari skýring fylgdi en sagt að þau hjón væru velkomin á Bessastaði.

Samkvæmt heimildum Kastljóss var sendiherrann ósáttur við þetta en fór þó til Bessastaða. Þá mun sendiherrann hafa túlkað orð forseta Íslands þetta kvöld þannig að orðuna fengju aðeins  „þeir sem hennar væru verðir“.

Kastljós hafði eftir Örnólfi Thorssyni forsetaritara að orðunefnd hafi aldrei fjallað um mál bandaríska sendiherrans. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni, sem Kastljós vitnaði í, sagði að þau leiðu mistök hafi verið gerð í aðdraganda brottfarar fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi að orðuritari, Örnólfur Thorsson, sendi erindi til prótokollstjóra utanríkisráðuneytisins um að ákveðið hafi verið að sæma Carol van Voorst sendiherra heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu, án þess þó að formlega hafi verið gengið frá ákvörðuninni. 

Jafnframt sagði að forseti Íslands hafi beðið sendiherrann afsökunar á þessum mistökum.

Carol van Voorst, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna.
Carol van Voorst, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert