Marþöll tré mánaðarins

Marþöllin í Grasagarðinum
Marþöllin í Grasagarðinum

Tré mánaðarins að þessu sinni er marþöll (Tsuga heterophylla) í Grasagarði Reykjavíkur. Tréð var gróðursett árið 1964 og kom úr Gróðrarstöð Skógræktarfélags Reykjavíkur í Fossvogi. Það er nú 8,9 metra hátt, ummál stofns í 0,4 m. hæð frá jörðu er 1,3 m. Þetta tré er með þeim stærstu sinnar tegundar á landinu og hefur dafnað einstaklega vel í góðu skjóli í Laugardalnum.  

Segir í niðurstöðu dómnefndar Skógræktarfélags Reykjavíkur að marþöllin er sígrænt, þokkafullt tré með slútandi greinum og árssprota sem rétta  sig ekki upp  fyrr en á öðru ári þegar nýr sproti tekur að myndast.  Nálar frekar litlar og mjúkar oft með tveimur ljósum rákum á neðra borði þegar trén stækka, lykt af brotnum nálum minnir á gulrætur.  Könglar um 2 cm á lengd.

„Marþöllin í Grasagarðinum er þakin könglum og hefur tekist að fjölga trjám út frá henni þó ekki gangi það vel.  Við teljum þetta vera stærstu marþöll í borginni, en kröftugar þallir vaxa líka á Hallormsstað, í Fljótshlíð og Skorradal og víðar. Marþöllin er skuggþolin, rakakær og   þarfnast greinilega skjóls í uppeldinu hér á landi.

Um tíu tegundir þalla eru í heiminum og er marþöllin þeirra stærst. Sex tegundir vaxa í A-Asíu og fjórar í N-Ameríku. Marþöll og fjallaþöll eru þær tegundir sem helst hafa verið ræktaðar hérlendis og eru þær báðar fluttar inn frá Alaska.  Marþöllin vex með Kyrrahafsströndinni frá Kaliforníu og allt upp á Kenaiskaga í Alaska. Hefur hún svipað útbreiðslusvæði og sitkagrenið en vex þó lengra inn til landsins. Hún vex með sitkagreninu í hinum miklu strandskógum á þessu svæði og þrífst því betur sem jarð- og loftraki er meiri. Verður yfirgnæfandi tegund í skóginum, nær oft 60 metra hæð og verður mörg hundruð ára gömul, elsta þekkta tréð er meira en  1200 ára!

Frumbyggjar Ameríku nýttu sér marþöllina ekki aðeins til smíða heldur líka til matargerðar, börkurinn var notaður til litunar og  innri börkur bæði étinn hrár og notaður í brauðgerð, te var gert úr C-vítamínríkum nálum og árssprotum osfrv. Þá voru og eru greinar trésins notaðar sem hrognagildrur þar sem síld kemur  til að hrygningar í árósum suðaustur Alaska. Ekki er að undra að fólk sem bjó í nánu sambýli við tré í þúsundir ára hafi komist upp á lag með  að nýta  hvaðeina af trénu, líkt og Samarnir hreindýrin og við  Íslendingar sauðkindina. Reyndar hefur líka allskonar lágvaxinn gróður verið nýttur á ótrúlega fjölbreytilegan hátt hér á landi eftir eyðingu stærsta hluta gömlu skóganna.

Marþöll er mikið ræktuð, viður hennar er notaður til margskonar smíða og fáar tegundir henta betur í pappírsframleiðslu. Hún er líka algeng sem stásstré á útivistarsvæðum og í görðum í norðvestur Evrópu og á Nýja-Sjálandi og dreifir sér þar af sjálfsdáðum. Til er fjöldinn allur af ræktunarafbrigðum marþallar sem notuð eru í görðum."

mbl.is

Innlent »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

11:58 Erlendur karlmaður var á föstudaginn staðinn að því að stela fjórtán kartonum af sígarettum úr fríhafnarverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann hafði keypt sér flugmiða til London en fór aldrei út úr flugstöðinni heldur lét greipar sópa í fríhöfninni og ætlaði síðan að yfirgefa hana. Meira »

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Leggja til friðlýsingu tveggja vatnasviða

11:41 Umhverfisstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögur að friðlýsingu vatnasviða Jökulsár á Fjöllum í Þingeyjarsýslu og Markarfljóts í Rangárvallasýslu á grundvelli flokkunar svæðanna í verndarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Meira »

Vara við svikastarfsemi á Seltjarnarnesi

11:41 Lögreglan varar íbúa á Seltjarnarnesi við því að kaupa þjónustu manna sem hafa farið á milli húsa þar, og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, og boðist til að spúla innkeyrslur, glugga eða þök gegn gjaldi. Meira »

Stærri skjálftinn reyndist 4,6 stig

10:58 Stærri skjálftinn sem varð í Bárðarbungu í nótt reyndist 4,6 stig að stærð en ekki 3,3 stig eins og áður hafði komið fram. Hinn skjálftinn sem var yfir þremur stigum og mældist 3,5 stig var hins vegar rétt mældur. Meira »

Slökkviliðið æfir í reykfylltu húsi

10:56 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið við æfingar í húsi sem stendur til að rífa við Lækjarfit í Garðabæ.  Meira »

17 ára á 161 km hraða

10:12 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 km/klst. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Meira »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Honda Jass 2013
Til sölu Honda Jass árgerð 2013 ekinn 70.000 sjálfsk Góður og vel með farinn bil...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...