Skerðing þjónustu óhjákvæmileg

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra mbl.is/Kristinn

„Þessi yfirlýsing hefur borist mér í hendur og að sjálfsögðu tökum við hana mjög alvarlega. Því miður er niðurskurðurinn innan heilbrigðisþjónustunnar af þeirri stærðargráðu að mjög erfitt er að komast hjá því að þjónusta skerðist á einhverjum sviðum, jafnvel þótt það sé meginmarkmið okkar að koma í veg fyrir að svo verði,“ segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra um boðaða skerðingu þjónustu heilsugæslu höfuðborgarinnar.

Læknaráð heilsugæslulækna á höfuðborgarsvæðinu segir í ályktun að þjónusta heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu muni skerðast frá og með 1. maí vegna sparnaðarráðstafana yfirstjórnar heilsugæslunnar. Skerðing kemur til vegna minnkaðs tímaframboðs hjá heilsugæslulæknum.

Heilbrigðisráðherra segir að vandinn sé að allar stofnanir innan heilbrigðisþjónustunnar hafi þurft að draga úr kostnaði og heilsugæslan hafi reynt að forgangsraða með þeim hætti að minnka kostnað í stjórnsýslunni en komast hjá niðurskurði á beinum þjónustuliðum.

„Ég ítreka að þegar verið er að spara af þessari stærðargráðu þá er óskaplega erfitt að komast hjá því að þjónustan skerðist eitthvað. Ég er ekki bara að tala 6,7 milljarða sparnað í heilbrigðiskerfinu á þessu ári. Ég er líka að tala um þann gríðarlanga skuldahala sem Sjálfstæðisflokkurinn skilaði okkur út úr meintu góðæri, inn í kreppuna. Þar hefur heilsugæslan einmitt glímt við langan hala. Þetta eru erfiðleikarnir sem við stöndum frammi fyrir og það er ekkert auðvelt hlutskipti þeirra sem að halda þarna um stjórnvölinn,“ segir Ögmundur Jónasson.

Hann segir þetta krefjast yfirvegunar við alla forgangsröðun í ráðstöfun fjármuna. Strax og þessi ríkisstjórn, sem nú er í burðarliðnum, er tekin til starfa, muni hann efna til víðtæks samstarfs innan heilsugæslunnar við lækna og aðrar stéttir sem þar starfa.

„Vandinn er sá að á undanförnum misserum hefur þetta samráð verið forsómað en ég tel hins vegar að það sé forsenda þess að okkur takist farssællega að komast í gegnum þessa erfiðleika. Það kallar að sjálfsögðu á samstarf allra hlutaðeigandi stétta. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði. En ég legg áherslu á að við munum aldrei komast út úr þessu nema með víðtæku samráði og samstarfi og ég mun hið allra fyrsta, strax og ný ríkisstjórn er tekin formlega til starfa, efna til slíks samstarfs með heilsugæslulæknum og öðrum starfsstéttum innan heilsugæslunnar,“ segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frakkarnir ætluðu að heimsækja vinabekk

18:19 Um tíu sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum, auk lækna og björgunarsveitarmanna frá Borgarnesi eru í fjöldahjálparmiðstöð sem komið hefur verið upp í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi. Meira »

Bragi næsti stórmeistari í skák

18:11 Bragi Þorfinnsson tryggði sér í dag lokaáfanga að stórmeistaratitli í skák. Hann hlaut sjö vinninga í níu skákum á alþjóðlegu móti í Noregi, að því er kemur fram á skak.is. Meira »

Um 600 styðja umskurðarfrumvarp

17:35 Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafa skrifað undir til stuðnings frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um að umsk­urður barna al­mennt verði bannaður með lög­um. Meira »

Rafmagnslaust í Bláfjöllum

17:18 Rafmagnslaust hefur verið á skíðasvæðinu í Bláfjöllum alla helgina. Að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra skíðasvæðisins, fór raflína í eigu Orkuveitunnar í sundur í óveðrinu aðfaranótt föstudags. Meira »

Rúta með 26 unglingum valt á hliðina

17:05 Rúta með 32 manns valt á hliðina á Borgarfjarðarbraut í grennd við Hvanneyri. Tilkynning um slysið barst klukkan 16.20. Að sögn Ólafs Guðmundssonar yfirlögregluþjóns meiddust einhverjir minni háttar. Að minnsta kosti einn var fluttur á slysadeild. Meira »

Allt flug liggur niðri í Keflavík

16:31 Seinkun verður á öllu flugi um Keflavíkurflugvöll næstu klukkustundir. Ástæðan er sú að allar landgöngubrýr, sem ferja fólk á milli vélar og flugstöðvar, hafa verið teknar úr notkun vegna mikils vinds. Meira »

Eldur kviknaði í dýnu í Fellsmúla

14:55 Eldur kviknaði í dýnu í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Fellsmúla á öðrum tímanum í dag. Slökkviliðsmenn fóru á staðinn og var eldur og reykur í geymslunni þegar þeir komu á vettvang. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Fyrsti áfangi tekinn í notkun 2019

16:22 Gagnaverið við Korputorg mun uppfylla svokallaðan Tier III-staðal, sem þýðir að í allri þjónustukeðju gagnaversins verður nægur varabúnaður til staðar til að tryggja 100% þjónustuöryggi. Meira »

Gagnaver rís á Korputorgi

14:20 Samningar um uppbyggingu gagnavers á Korputorgi voru undirritaðir á blaðamannafundi á Korputorgi eftir hádegið í dag. Verkefnið er samstarfsverkefni Opinna kerfa, Vodafone, Reiknistofu bankanna og Korputorgs. Meira »

Gagnrýnir framgöngu í máli Braga

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýnir harðlega að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu sem nýverið fór í ársleyfi frá því starfi, verði í kjöri til barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands. Meira »

Tengivagn hafnaði á hliðinni

12:17 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út á tólfta tímanum vegna flutningsbíls sem lenti í vanda í svokallaðri Ullarnesbrekku á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu fór tengivagn, sem flutningabíllinn var með í eftirdragi, á hliðina. Meira »

Hvenær æfum við íþróttir of mikið?

11:53 „Margar rannsóknir sýna að íþróttaiðkun hafi jákvæð áhrif á námsárangur en ég velti fyrir mér hvort það séu einhver hámörk, það er að segja hvort of mikil íþróttaiðkun geti haft neikvæð áhrif á námsárangur,“ segir Bjarni Rúnar Lárusson sem skoðaði þessa þætti í meistararitgerð sinni í menntunarfræði. Meira »

Hefur ekki skipað nýja sendiherra

11:35 Frá því Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti utanríkisráðherra fyrir rúmu ári síðan hafa engir nýir sendiherrar verið skipaðir. Þetta kemur fram í svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn frá mbl.is vegna ákvörðunar um að loka tveimur sendiráðum Íslands. Meira »

Góð reynsla af viðvörunarkerfinu

10:15 Góð reynsla er af viðvörunarkerfinu sem Veðurstofan tók upp í byrjun nóvember, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings og hópstjóra veðurþjónustu á Veðurstofunni. Meira »

Hlýnar talsvert á landinu

08:27 Það hlýnar talsvert á landinu í dag og frostlaust verður um land allt næstu þrjá daga, meira og minna að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Búist við snörpum vindhviðum

10:22 Búast má við snörpum vindhviðum við fjöll á Faxaflóa og Breiðafirði síðdegis, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.  Meira »

Hvernig verðurðu hamingjusamari?

09:00 Er hægt að nálgast hamingjuna með eigin aðferðum? Auka hana með einhverjum leiðum sem við sjálf höfum vald á? Eða veltur hún bara á örlögum sem við fáum lítið breytt? Jafnvel rituð í genin? Meira »

Garðar Kári er kokkur ársins

07:17 Garðar Kári Garðarsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni Kokkur ársins 2018. Keppnin fór fram í Hörpu í gær og háðu keppendur harða baráttu um titilinn eftirsótta. Sigurjón Bragi Geirsson hafnaði í öðru sæti og Þorsteinn Geir Kristinsson í því þriðja. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Heimavík
...
Múrari
Múrari: Lögg. múrarame.og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagn...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...