Vilja auka hlut kvenna í viðskiptalífinu

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.

Skrifað verður í dag undir samstarfssamning Samtaka atvinnulífsins,  Félag kvenna í atvinnurekstri og Viðskiptaráðs Íslands um leiðir að því marki að fjölga konum í forustusveit íslensks viðskiptalífs þannig að hlutfalls hvors kyns þar verði ekki undir 40% árið 2013.

CreditInfo mun árlega mæla árangur verkefnisins. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar fyrirtækisins á hlutdeild kvenna í íslensku atvinnulífi, sem kynnt verður nánar síðdegis, kemur meðal annars fram að  fyrirtæki eru síður líkleg til að lenda í vanskilum ef þau eru rekin af konum.  Þá er arðsemi eigin fjár meiri í fyrirtækjum þar sem konur eru framkvæmdastjórar og fyrirtæki sem stofnuð eru af báðum kynjum eru líklegust til að lifa. Einnig hafa blandaðar stjórnir karla og kvenna reynst best.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert