Bretar fagna Icesave-samningi

Bresk stjórnvöld segjast fagna því samkomulagi, sem náðst hefur við Íslendinga til lausnar Icesave-deilunni. Samkvæmt samkomulaginu munu Íslendingar greiða Bretum 2,3 milljarða punda, jafnvirði 450 milljarða króna, á allt að 15 árum.

„Ríkisstjórnin fagna vilja Íslendinga til að ábyrgjast skuldbindingar sínar samkvæmt innistæðutryggingakerfi Evrópusambandsins að endurgreiða reikningseigendum Icesave," hefur AFP fréttastofan eftir ónafngreindum talsmanni fjármálaráðuneytisins breska.

„Ríkisstjórnin fagnar vilja Íslendinga til að ábyrgjast skuldbindingar sínar samkvæmt innistæðutryggingakerfi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að endurgreiða reikningseigendum Icesave," hefur AFP fréttastofan eftir ónafngreindum talsmanni fjármálaráðuneytisins breska.

Landsbankinn bauð upp á Icesave-reikninga á netinu í Bretlandi og Hollandi þar til íslenska Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn bankans í október í fyrra. Innstæðutryggingakerfi Evrópusambandsins gerir ráð fyrir því að tryggingasjóðir innistæðueigenda tryggi inneignir sparifjáreigenda upp að 20 þúsund evrum. 

Samkvæmt samkomulaginu, sem gert var við Breta og Hollendinga í gærkvöldi, verða eignir Landsbankans notaðar til greiðslu á skuldbindingum vegna Icesave. Samtals eru þær skuldbindingar um 640 milljarðar íslenskra króna. Íslenska ríkið mun engar greiðslur þurfa að inna af hendi vegna Icesave næstu sjö árin og 5,5% ársvextir leggjast við höfuðstólinn. Árið 2016 mun Tryggingasjóður innstæðueigenda gefa út skuldabréf sem ríkissjóður ábyrgist og er líftími þess 8 ár. Eignir Landsbankans munu ganga til þess að borga það bréf niður.

Breska fjármálaráðuneytið hefur þegar beint þeim tilmælum að aflétta frystingu á eignum Landsbankans í Bretlandi og mun það gerast strax 15. júní næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert