Þýskur sparifjáreigandi mótmælir

Karlheinz Bellmann, þýskur sparifjáreigandi hefur komið þrisvar hingað til lands til að knýja fram svör um hvenær sparifé sem hann átti inni hjá Kaupthing Edge í Þýskalandi verði greitt út. Hann segist ekki fá nein svör í Þýskalandi en þar sé eigendum innistæðna bankans haldið í fáfræði.

30 þúsund sparifjáreigendur í Þýskalandi eiga innistæður í netbanka Edge sem nema 55 milljörðum íslenskra króna. Skilanefnd bankans hefur gefið út að eigendur þeirra munu fá þær greiddar að fullu innan skamms án þess að neinar kröfur falli á íslenska ríkið. Það gerist þrátt fyrir að þýskur viðskiptabanki hafi fryst samsvarandi upphæð úr búi Kaupthing Edge í Þýskalandi.

Óvíst er hvort fólkið fær einhverja vexti af fé sínu frá því í október en það segist Karlheinz ekki vilja sætta sig við. Ef hann vildi ekki vexti af þessu fé þá hefði hann geymt þá undir koddanum. Hann segist ekki þurfa vextina fyrir sjálfa sig. Hann ætli að gefa þá til góðgerðarmála á Íslandi ef þeir fáist greiddir.

Í yfirlýsingu frá Karlheinz egir að hann dáist að fólkinu á Austurvelli. Venjulegt fólk sem fari út á göturnar og grípi til aðgerða, það séu hinar sönnu hetjur. Karlheinz ætlar sjálfur að taka þátt í mótmælum á Austurvelli í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina