Fjölskylda á hringekjunni

Sex manna fjölskylda lifir nú  milli vonar og ótta eftir að hafa lent á eyðslufylleríi árið 2007 hvött áfram af bönkum og fasteignasölum. Fjölskyldan ætlaði að selja litla íbúð á Baldursgötu og byggja í Mosfellsbæ árið 2007 á lóð sem hún keypti fyrir ellefu milljónir. Þegar ljóst varð að byggingakostnaður fór hækkandi ákvað hún að kaupa hús á Öldugötu í staðinn.

Fasteignasalinn taldi lítið mál að selja bæði lóðina og íbúðina við Baldursgötu og því var gengið frá kaupunum áður en til þess kom. Hvorki íbúðin né lóðin seldist hinsvegar og fólkið gat ekki staðið í skilum á Öldugötu en þar standa nú yfir málaferli og riftunarferli. Þau gátu borgað af lóðinni og húsinu við Baldursgötu þar til núna að þau eru bæði atvinnulaus og lánin hafa hækkað.

Þau sóttu um frystingu hjá bankanum eða greiðsluaðlögun en var neitað um hvorttveggja. Ellefu milljóna króna lóðalán stendur nú í fimmtán milljónum, þótt þau hafi þegar greitt af því tvær milljónir. Bankinn íhugar að taka lóðina og teikningu af húsinu uppí fyrir níu og hálfa. Þá skulda þau áfram fimm og hálfa sem bætist við lánið á íbúðinni á Baldursgötu sem er sautján milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert