1. verðlaun fyrir meistararitgerð

Garðar Þór Guðbergsson og Árni Hrannar Arngrímsson hlutu fyrstu verðlaun Energisponsorprogrammet Energipriser fyrir meistararitgerð sína í verkfræði frá Álaborgarháskóla. Að launum fengu þeir 25.000 danskar krónur, ríflega 600.000 íslenskar krónur. Ritgerðin fjallar um minnkun brennisteinsmengunar frá skipum. Þetta segir á heimasíðu Álaborgarháskóla.

Að sögn tvíeykisins komu verðlaunin þeim ánægjulega á óvart. Eru þeir hæstánægðir með að rannsóknir þeirra hljóti viðurkenningu af þessu tagi. Verðlaunin eru veitt nemendum sem sýnt hafa eljusemi og lagt hart að sér í fræðastörfum sínum á sviði orkumála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert