Hjáseta kann að ráða úrslitum um aðild að ESB

Umræður um aðildartillögu að ESB héldu áfram á Alþingi í gær. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja líklegt að aðild verði samþykkt með því að nokkrir þingmenn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ekki virðist vera nægur stuðningur við tillögur formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn og aðild að Evrópusambandinu.

Verði hún felld kemur tillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn til atkvæða. Heimildarmenn Morgunblaðsins reikna með að hún verði samþykkt, annaðhvort þannig að meirihluti þingmanna greiði henni atkvæði eða nægilega margir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna til að hún nái samþykki.

Umræður hófust í gærmorgun um Evrópusambandsaðild. Er það önnur umræða og voru margir þingmenn á mælendaskrá.

Til umræðu er stjórnartillaga með lítils háttar breytingartillögu stjórnarmeirihlutans í utanríkismálanefnd.

Þá liggur fyrir tillaga Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá yrði það lagt fyrir þjóðina innan þriggja mánaða hvort sækja ætti um aðild. Fram hefur komið að þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkunum utan Samfylkingarinnar eru fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu.

Ljóst virðist þó að ekki náist meirihluti fyrir tillögunni. Ljóst er að allir 20 þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillögu stjórnarinnar um að sækja um aðild. Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa lýst því yfir á þingi að þau styðji tillöguna.

Líklegt er talið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar muni styðja hana.

Spurning er hvað þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa hallast að Evrópuaðild, gera að felldri tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Útlit er fyrir að þeir muni flestir greiða atkvæði gegn stjórnartillögunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem styður aðild að ESB vill þó ekki gefa upp hvað hún gerir fyrr en umræðan hafi farið fram í þinginu.

Gamalgróin andstaða við aðild er meðal þingmanna VG

Þá er spurning um þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Gamalgróin andstaða er þar innanbúðar gegn aðild að Evrópusambandinu en ríkisstjórnin sem flokkurinn á aðild að hefur það hins vegar á stefnuskrá sinni að sækja um.

Víst þykir að einhverjir úr þeirra hópi muni greiða atkvæði gegn tillögunni. Afstaða Ásmundar Einars Daðasonar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur hefur komið fram í umræðunni og vitað er að Atli Gíslason, Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Þuríður Backman eru einnig þung í taumi í þessu máli.

Ljóst þykir að sjö til átta þingmenn VG af fjórtán þurfa að styðja tillöguna til að hún fái hreinan meirihluta. Þingmaður annars flokks sem rætt var við taldi að forystumenn stjórnarinnar væru búnir að smala nógu mörgum heim til að tryggja nægan stuðning til að fá tillöguna samþykkta, annaðhvort með hreinum meirihluta þingmanna eða hjásetu þeirra tregu.

mlb.is/Eggert
mbl.is/Kristinn

Innlent »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...