Klóakið stíflaðist og hótelið brann

Rústir Hótels Valhallar rifnar niður.
Rústir Hótels Valhallar rifnar niður. mbl.is/Ómar

Langþráð sumarleyfisafslöppun getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína. Þegar farið er út fyrir ramma hversdagsins eru meiri líkur á því að hið óvænta gerist en Sólveigu Ólafsdóttur þótti nóg um þá röð óhappa sem ráku hvert annað í sumarleyfinu hennar. Vika í nýlegum sumarbústað í Grímsnesinu með dóttur og tengdasyni var á dagskránni en bilað klóak setti strik í reikninginn.

„Klósettið stíflaðist og tengdasonurinn handmokaði heilt blómabeð í árangurslausri leit að samskeytum, því varð það úr að við fórum heim eftir hálfa viku,“ sagði Sólveig sem sættir sig við að slíkt geti vissulega alltaf komið fyrir. Til að bæta sér upp þessi vandræði ákvað fjölskyldan að gera sér glaðan dag með því að skella sér á tónleika með Helga Björnssyni á Hótel Valhöll og til að gera virkilega vel við sig ákváðu þau að gista þar.

Sólveig segir sögu sína í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »