Ráðinn aðstoðarmaður viðskiptaráðherra

Benedikt Stefánsson
Benedikt Stefánsson

Benedikt Stefánsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Hann hóf störf í dag.

Benedikt er fæddur árið 1964. Hann er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.A. í hagfræði frá University of California, Los Angeles (UCLA).

Benedikt hefur m.a. starfað fyrir Morgunblaðið, bandaríska ráðgjafarfyrirtækið CASA/HNC, Íslenska erfðagreiningu og hagfræðideild Landsbankans.

Benedikt er kvæntur Björgu Kjartansdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau þrjá syni, að því er segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina