Mótmæli við lögreglustöðina

mbl.is/Jakob Fannar

Um 20 mótmælendur hafa safnast saman við lögreglustöðina við Hlemm og berja þeir m.a. í dósir. Fólkið bíður eftir félögum sínum sem voru handteknir við iðnaðarráðuneytið síðdegis. Þá voru fimm mótmælendur handteknir, þrír karlar og tvær konur.

Búast má við að fólkinu verði sleppt að lokinni skýrslutöku. 

Að sögn varðstjóra hafa mótmælendur safnast saman við innkeyrsluna við Snorrabraut. Fólkið hefur ekki reynt að komast inn í lögreglustöðina og hefur allt farið með friði og spekt.

Lögreglan tekur nú skýrslu af fólkinu sem var handtekið, en ráðist var á lögreglumenn við ráðuneytið í dag. Að sögn varðstjóra var sparkað í höfuð eins og þá fékk annar málningarfötu í höfuðið. Lögreglumennirnir slösuðust ekki alvarlega.

Grænu skyri var slett á iðnaðarráðuneytið og ráðherrabifreið Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert