Hús máluð í nótt

Málningu var í nótt skvett á hús Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings og Karls Wernerssonar, stjórnarformanns Milestone. Ekki er ljóst um hverskyns málningu er að ræða að sögn lögreglunnar en húsin virðast hafa verið sprautuð með lakki.

Er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem hús Hreiðars Más  er málað að næturlagi á stuttum tíma en undanfarnar vikur hafa hús fyrrum útrásarvíkinga orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum.

mbl.is

Bloggað um fréttina