Stolið úr rútu

Perlan.
Perlan.

Töskum, myndavélum og öðrum munum var í dag stolið úr rútu, sem stóð utan við Perluna í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum mbl.is voru það erlendir ferðamenn í skoðunarferð, sem áttu munina en þeir höfðu farið inn í Perluna.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var málið kært þangað en frekari upplýsingar var ekki að fá. 

mbl.is

Bloggað um fréttina