Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi

Blönduós
Blönduós mbl.is/Jón Sigurðsson

Nú eru yfirgnæfandi líkur taldar á að risastóru gagnaveri Greenstone ehf. verði valinn staður á Blönduósi, skv. heimildum Morgunblaðsins. Búa ráðamenn nyrðra sig undir að tilkynnt verði um verkefnið á næstu dögum eða vikum. Er gert ráð fyrir að gagnaverið verði á 128 hektara lóð, við bæjarmörk Blönduóss, sem bærinn leggur starfseminni til.

Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en verkefnið mun þó vera komið svo langt á veg að fátt á að koma í veg fyrir að hafist verði handa við framkvæmdir síðar á þessu ári, gangi allt eftir.

Verkefnið var nýlega kynnt á fjölmennum lokuðum fundi. Þar kom fram að reistar verða tvær byggingar undir gagnaverin sem eru engin smásmíði. Verður stærð þeirra slík að í þeim gætu rúmast átta knattspyrnuvellir. Lagðar verða kæliveitur í tveimur rúmlega metrabreiðum risarörum.

Ístak verður aðalverktaki við framkvæmdirnar skv. heimildum blaðsins og er reiknað með að á vegum þess verði 720 manns við störf á byggingartímanum. Búist er við að starfsmenn hjá öðrum verktökum og undirverktökum verði um 1.270 talsins. Þegar allt er talið verði þörf á nálægt 2.000 starfsmönnum með einum eða öðrum hætti við framkvæmdirnar á 16 mánaða tímabili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert