ESB að opna sendiráð hér

Fáni ESB.
Fáni ESB.

Evrópusambandi er að undirbúa að opna sendiráð í Reykjavík, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Fram kom, að miðað væri við starfsemi sendiráðsins hefjist um áramótin en leitað verði að húsnæði og sendiherra á næstunni.

Sendiráð ESB í Ósló sinnir einnig málefnum Íslands en að sögn Ríkisútvarpsins á að draga úr starfsemi sendiráðsins í Ósló og það einungis látið sinna Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina