Siðferðisbrot en ekki agabrot

Séra Gunnar Björnsson.
Séra Gunnar Björnsson.

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur hafnað kröfu sóknarnefndar Selfosskirkju um að séra Gunnari Björnssyni fái ekki að gegna starfi sóknarprests. Úrskurðarnefndin telur að séra Gunnar hafi ekki gerst sekur um agabrot, en hann hafi gerst sekur um siðferðisbrot. Brotin feli í sér „háttsemi sem prestur hvorki eigi né megi sýna af sér, gagnvart slíkum einstaklingum."

Ríkisaksóknari höfðaði mál gegn séra Gunnar fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hann var sýknaður í héraðsdómi og féllst Hæstiréttur á þá niðurstöðu. Sóknarnefnd Selfosskirkju vísaði málinu til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar og fór fram á að mælt væri fyrir um að séra Gunnar fengi ekki að gegna embætti sóknarprests á Selfossi. Séra Gunnar fór fram á að nefndin vísaði málinu frá.

Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að fyrir liggi að séra Gunnar hafi viðurkennt tiltekna háttsemi gagnvart tveimur stúlkum sem voru á þeim tíma þátttakendur í kirkjulegu starfi í Selfosskirkju.

Í úrskurðinum er vísað til umfjöllunar úrskurðarnefndarinnar frá árinu 1999 þar sem segir að óhjákvæmilegt sé að líta svo á að siðferðisbrot og agabrot séu tvö sjálfstæð og aðgreinanleg hugtök í lögfræðilegu tilliti. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að háttsemi séra Gunnars geti ekki talist ótvírætt undir agabrot í skilningi laga um kirkjuaga.

„Sú háttsemi sem málshefjandi [sóknarnefnd Selfosskirkju] telur siðferðisbrot af hálfi gagnaðila [séra Gunnars] er þegar hann í tvígang annars vegar á árinu 2007 og hins vegar á árinu 2008, faðmaði stúlkur í kirkjulegu starfi, sem báðar voru á þeim tíma undir lögaldri, strauk annarri um bak, utan klæða, talaði um að honum liði illa og kyssti hina stúlkuna á sitt hvora kinnina."

Úrskurðarnefndin segir ljóst af af orðum séra Gunnars sé ljóst að hann hafi í öðru málinu gerst sér strax grein fyrir að hann kynni að hafa farið út fyrir viðurkennd mörk í samskiptum prests og ungmenna í kirkjulegu starfi því að hann bað stúlkuna afsökunar.

Séra Gunnar "hafi mátt gera sér grein fyrir og gerði að hluta, að háttsemi hans kynni að skapa vanlíðan og jafnvel ógn hjá ungmennunum sem fyrir háttseminni urðu, enda eru kossar og faðmlög tæpast háttsemi sem hægt er að telja eðlilega af hálfu sóknarprests gagnvart ungmennum undir lögaldri. Öðru máli kann að gegna varðandi sambærilegri háttsemi gagnvart fullveðja einstaklingum. Úrskurðarnefndin telur að ekki verði hjá því komist að telja þá háttsemi sem gagnaðili syndi unglingsstúlkunum tveimur og sem hann sjálfur hefur staðfest, feli í sér ótvírætt siðferðisbrot í skilningi tilvitnaðra laga og reglna. Háttsemi af þessu tagi sé ekki hægt að útskýra með tillitsleysi, ókurteisi eða klaufaskap. Með háttseminni hafi gagnaðili þannig farið útfyrir mörk viðurkenndrar hegðunar gagnvart ungmennum í kirkjulegu starfi."

Samkvæmt lögum hafa báðir aðilar rétt á að skjóta málinu til áfrýjunarnefndar innan þriggja vikna. Málið mun síðan fara inn á borð biskups. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu mun biskup ekki tjá sig um málið meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Skúli gefur kost á sér í 3ja sæti

14:24 Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil og hefur stýrt skóla- og frístundamálum á þeim tíma. Meira »

Líkfundur í Öræfum

14:01 Látinn maður fannst við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í dag. Það voru björgunarsveitarmenn í Öræfum sem fundu manninn, en þær höfðu verið kallaðar til þegar farið var að grennslast fyrir um ástæður þess að bifreið hafði staðið mannlaus. Meira »

Uppbygging á Kringlureit á næstu árum

13:50 Í dag skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson forstjóri Reita undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita um uppbyggingu á Kringlureitnum og verður það umfangsmesta uppbygging á svæðinu frá því verslunarmiðstöðin Kringlan var opnuð árið 1987. Meira »

Vill Árna Pál í Brexit-málið

13:46 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, leggur það til á vefsíðu sinni að Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, verði fenginn til liðs við stjórnvöld vegna hagsmunagæslu Íslands í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

13:24 Hálka eða snjóþekja á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð og unnið er að mokstri í Ísafjarðardjúpi. Meira »

Varar við tjörublæðingum

13:33 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á leiðinni á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Þetta kemur fram á vefsíðu hennar í dag. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem rætt er við Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Guðni flutti ávarp á sænsku

13:23 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók til máls á sænsku þegar hann ávarpaði gesti í sænsku konungshöllinni nú rétt í þessu. Sýnt var frá ávarpinu beint á vef konungshallarinnar. Meira »

Guðni í beinni frá konungshöllinni

13:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Karl Gústaf Svíakonungur, ávarpa gesti í sænsku konungshöllinni í dag og má hér fylgjast með útsendingu af viðburðinum. Meira »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

16 ára reyndi að villa um fyrir lögreglu

11:53 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist ekki vera nema sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Stráksi reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig, en bílinn sem hann ók hafði hann jafnframt tekið ófrjálsri hendi. Meira »

Endaði bílferðina inni í garði

11:36 Bíll valt í Keflavík í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og lenti á steinsteypustöpli girðingar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bílinn úr garðinum. Meira »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

11:41 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Boðið að búa með öldruðum

10:52 Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Járnabakkar - Járnabindingar
Erum með fjölmargar gerðir af járnabökkum, bindivír, stjörnur og fjarlægðarstein...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...