Tugmilljarðasamningar um hitaveitu í Ungverjalandi

Frá borstað í Szentlörinc.
Frá borstað í Szentlörinc.

Jarðboranir Mannvits í Ungverjalandi hafa skilað góðum árangri en á dögunum var lokið við borun fyrstu holunnar í bænum Szentlörinc í suðvesturhluta Ungverjalands.

Undanfarin þrjú ár hefur verkfræðistofan Mannvit unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði jarðfræði og jarðeðlisfræði vegna jarðhitanýtingar í Ungverjalandi.

Verkefnin eru unnin fyrir ungverska einkafyrirtækið PannErgy sem áætlar framleiðslu á grænni orku til húshitunar á a.m.k. 70.000 heimilum víðs vegar í Ungverjalandi og hefur í því sambandi gert samstarfssamning við um 30 sveitarfélög og stofnað með þeim sameiginleg félög um rekstur hitaveitna. Að auki er stefnt að framleiðslu rafmagns með jarðvarma. Áætlaðar heildarfjárfestingar PannErgy á þessu sviði nema á bilinu 350 til 500 milljóna evra eða sem nemur 64 til 90 milljörðum íslenskra króna.

Bora 50-70 holur í Ungverjalandi

Lokið var við að bora fyrstu holuna í bænum Szentlörinc í suðvesturhluta Ungverjalands í síðustu viku. Holan er 1.820 metra djúp og fyrstu prófanir og mælingar á eiginleikum borholunnar gefa til kynna góðan árangur. Í loftdælingu sem staðið hefur undanfarna viku gefur borholan um 20 sekúndulítra af tæplega 90 gráðu heitu vatni, en 5-10 sekúndulítra sjálfrennsli er úr holunni. Frekari prófanir og greiningar á efnainnihaldi vatnsins standa yfir. Vatnið verður nýtt til húshitunar í Szentlörinc. Alls verða boraðar á bilinu 50-70 holur víðsvegar um Ungverjaland.

Byggt áralangri reynslu Íslendinga

Að sögn Sigurðar Lárusar Hólm, verkefnisstjóra á skrifstofu Mannvits í Búdapest (Mannvit kft.), er þetta í fyrsta skipti sem borað er niður í jarðlög á tveggja kílómetra dýpi í Ungverjalandi, þar sem markmiðið er að vinna heitt vatn til húshitunar. Það sem er sérstakt við þá hugmyndafræði sem liggur að baki boruninni er að borað er beint ofan í stórt sprungukerfi. Þannig er nú verið að innleiða í Ungverjalandi aðferðir við jarðhitavinnslu sem hafa þekkst í áratugi á Íslandi. Hér er því byggt á langri reynslu Íslendinga í nýtingu jarðhita.

Sigurður Lárus segir þetta vera í fyrsta skipti sem íslenskur aðili tekur að sér einskonar alverktöku varðandi nýtingu jarðhita á erlendri grundu, en Mannvit hefur annast allar nauðsynlegar jarðfræði- og jarðeðlisfræðirannsóknir, fyrst á stórum svæðum sem tóku nánast til alls Ungverjalands og síðan nákvæmari rannsóknir á minni svæðum m.t.t staðsetningar á borholum. Þá hefur Mannvit séð um allan borundirbúning, þar með talið hönnun á borholum, og síðan sjálfa borframkvæmdina og eftirlit með henni. Mannvit mun einnig sjá um hönnun hitaveitunnar og hafa umsjón með framkvæmd þess hluta verksins. Borverktaki er ungverska fyrirtækið Aquaplus.

Á annan tug starfsmanna ytra

Á síðasta ári opnaði Mannvit skrifstofu í Búdapest til að fylgja eftir verkefnum í Mið-Evrópu. Þar eru nú vel á annan tug starfsmanna, bæði íslenskir og ungverskir. Í Ungverjalandi er hefð fyrir nýtingu jarðhita, sérstaklega í tengslum við hverskonar heilsurækt. Þekking á jarðborunum er mikil í landinu vegna vatnsöflunar en þó einkum í tengslum við leit að olíu og gasi.

„Því fer vel á því að Mannvit tvinni saman reynslu heimamanna af staðháttum og sérþekkingu Mannvits á jarðvarmaverkefnum á Íslandi og víðar til að byggja upp miðstöð fyrir starfsemi félagsins á meginlandi Evrópu. Verkefni Mannvits í Ungverjalandi tengjast mest nýtingu jarðvarma en félagið hefur einnig tekið að sér verkefni á fleiri sviðum,“ segir Sigurður Lárus Hólm.

Auk þess að sinna verkefnum í Ungverjalandi er skrifstofa Mannvits í Búdapest vel í sveit sett hvað varðar verkefni í öðrum löndum Evrópu. Þaðan þjónustar Mannvit Evrópu með verkefnum í Þýskalandi, Slóvakíu, Slóveníu, Bosníu-Hersegóvínu, Rúmeníu, Grikklandi og Tyrklandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Vonskuveður á leiðinni

07:21 Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið. Meira »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Honda Cr-v 2005
Bensín, topplúga, ekinn 226 þkm, bsk, 4x4 Einn eigandi S:845-7897 ...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...