Fréttaskýring: Grænn farmiði inn í framtíðarlandið

Þremur árum eftir að hagfræðingurinn Nicholas Stern hristi upp í heimsbyggðinni með skýrslu sinni um efnahagsleg áhrif loftslagsbreytinga virðast umhverfismálin vera að finna sér leið að hjarta Íslendinga. Aldrei hefur verið meira framboð á fyrirlestrum, ráðstefnum, námskeiðum og alls kyns samkomum um umhverfismál og aðsóknin er mikil.

Heimsókn nóbelsverðlaunahafans og formanns loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, dr. Rajendra K. Pachauri, hingað til lands nú um helgina er aðeins ein af fjölmörgum uppákomum á misserinu og fleiri „alþjóðlegar kanónur“ hafa verið hér eða eru væntanlegar. Hátt í tíu eða fleiri málþing og ráðstefnur hafa verið skipulögð nú á haustmisseri og þá eru aðeins nefndar þær sem þegar hafa verið auglýstar. A.m.k. tvær fyrirlestraraðir eru að auki í gangi með vikulegum erindum og þá eru ótalin ýmis námskeið víða um land.

Eygi von um nýsköpun

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur telur að aukinn áhuga megi að mestum hluta rekja til þeirrar kreppu sem Íslendingar eru nú í. „Fólk leitar í eitthvað heildstætt eða varanlegt því það má segja að skammtímasjónarmið hafi orðið gjaldþrota í hruninu.“ Þá eygi fólk von um nýsköpun í græna geiranum. „Það gildir bæði um almenning og fjárfesta í öllum hinum vestræna heimi. Sumir þeirra sem sækja atburðina eru atvinnulausir sem hafa tíma og horfa í kring um sig eftir nýjum tækifærum. Þeir vita að farmiðinn inn í framtíðina er grænn.“

Margt af því sem nú er í algleymingi er þó ekki ný vísindi, svo sem umræðan um visthæf farartæki sem gríðarlegur áhugi skapaðist á í kjölfar ráðstefnu hér á landi í síðustu viku. „Menn hafa talað um þetta í mörg ár en enginn viljað hlusta,“ segir Stefán. Enda hefur áhugi Íslendinga á loftslagsmálum hingað til þótt hverfandi, líka á árunum 2006 og 2007 þegar skýrslur Sterns og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna komu út og ollu mikilli vakningu á alþjóðavísu. Vissulega fór fram umræða í fjölmiðlum um skýrslurnar sem og kvikmynd Als Gores um hlýnun loftslags en efasemdaraddir hljómuðu á sama tíma hátt. „Nú held ég að menn séu að átta sig á að þetta er ekki nein vitleysa,“ segir Stefán.

Hann bætir því við að þótt almenningur sé e.t.v. lítið meðvitaður um loftslagsráðstefnuna sem fram fer í Kaupmannahöfn í desember, þar sem leiðtogar heims hyggjast komast að samkomulagi sem taka á við af Kyoto-bókuninni, þá hafi hún sín áhrif á umræðuna.

Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, segir aðsókn í námið hafa tvöfaldast á einu ári. „Þetta er vakning sem er loksins að koma til Íslands. Það er gríðarlegur áhugi.“ Sömu sögu er að segja af grunnnámi í umhverfis- og orkufræði við Háskólann á Akureyri. Þar stunduðu 24 námið í fyrra en 42 nú. Þá eru ótalin námskeið Endurmenntunarstofnunar og annarra.

Sérfróður um nýtingu auðlinda

Það er óhætt að segja að heimsókn dr. Rajendra K. Pachauri hingað til lands um helgina sé stórviðburður í umhverfisgeiranum. Dr. Pachauri tók árið 2007 við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) sem hann veitir forystu, um leið og Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, fékk sömu verðlaun. Dr. Pachauri er sömuleiðis forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi sem hefur gert samstarfssamning við Háskóla Íslands, en sérsvið TERI eru rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum.

Dr. Pachauri flytur opinn fyrirlestur í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands í dag kl. 11.30.

Dr. Rajendra K. Pachauri ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands ...
Dr. Rajendra K. Pachauri ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Látinn laus á Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói á Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Pólitískt val að halda fólki í fátækt

13:43 Málefni öryrkja eru sífellt í brennidepli. Enginn óskar sér að lenda í þeirri stöðu, eins og formaður Öryrkjabandalagsins orðar það, og algjörlega óviðunandi að ákveðinn hópur Íslendinga hafi ekki efni á að lifa mannsæmandi lífi. Meira »

Leitar sátta í stjórnarskrármálum

13:18 Fjármálastefna ríkisins verður fyrsta málið sem lagt verður fram á þingi eftir jólafrí. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Þing kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn og mun veturinn, að sögn Katrínar, einkennast af því að lagt verði af stað í ýmis stór verkefni til framtíðar, auk þess sem fjármál ríkisins verða fyrirferðarmikil á fyrstu vikum ársins. Meira »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur sneri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Slökktu í alelda bíl í Reykjavík

11:21 Á ellefta tímanum í morgun fékk slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eld í bíl að Blesugróf í Elliðaárdal í Reykjavík. Þegar slökkvilið kom á vettvang var bíllinn alelda og var slökkt í honum. Er bíllinn gjörónýtur eftir brunann. Meira »

Húsnæði 365 sett á leigu

12:01 Fasteignafélagið Reitir hefur sett á leigu húsnæði að Skaftahlíð 24. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Húsin tvö, sem samtals eru um 5.000 fermetrar, hafa um nokkurt skeið hýst skrifstofur 365 miðla, sem rekið hafa Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og fleiri miðla. Meira »

„Þá vil ég heldur borga!“

10:43 Þegar Bruno Bisig kom fyrst til Íslands 1991 ferðaðist hann einn um landið á hjóli og fékk að njóta einveru á hálendinu. Í dag er hann forstjóri Kontiki reisen og kemur með ferðamenn til landsins. Hann segir áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda náttúrudýrðinni við núverandi vinsældir. Meira »

Vilja geta takmarkað umferð

10:02 Ég fagna þessari umræðu sem loksins er farin af stað. Fólk gerir sér grein fyrir því að hreina loftið og hreina vatnið er ekki sjálfgefið. Staðan er ekki eins góð og við kannski héldum. Meira »

Kynjahlutföll ólögleg í ellefu tilvikum

09:30 Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu tilvikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlutfall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Meira »

Gul viðvörun á morgun

09:03 Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á morgun á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Gert er ráð fyrir staðbundnu óveðri með austan 23-28 m/s meðalvindi undir Eyjafjöllum, sunnan Mýrdalsjökuls og að Öræfum. Veðurfræðingur segir ekkert ferðaveður á þessu svæði á morgun. Meira »

Óvissa hjá starfsmönnum Spalar

08:55 Starfsmenn Spalar hafa staðið í bréfaskriftum við samgönguráðuneytið og óskað eftir svörum um hvað taki við þegar Spölur afhendir ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar síðsumars 2018. Meira »

Upplýsingaskjáir settir upp á Hlemmi

08:20 Í leigusamningi um Mathöll á Hlemmi er ákveðið svæði innan mathallarinnar sérstaklega tekið frá til þess að Strætó geti komið upp upplýsingaskjám og jafnvel miðasjálfsölum. Meira »

Eru sammála um nauðsyn betri launagagna

07:32 „Allir aðilar á þessum fundi voru sammála um að það væri til mikils tjóns fyrir samtal á vinnumarkaði, í tengslum við kjarasamninga, að ekki væri horft á tölur sem menn treysta eða líta sömu augum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að loknum fundi með aðilum vinnumarkaðarins um tölfræðiupplýsingar á vinnumarkaði. Meira »

Auglýsa eftir nýjum skólameistara

08:38 Stjórn Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara, en núverandi skólameistari er Jón B. Stefánsson. Er umsóknarfrestur til 9. febrúar. Meira »

Tvær líkamsárásir í nótt

07:45 Tvær aðskildar líkamsárásir áttu sér stað í miðborginni í nótt, en tveir eru í haldi vegna málanna. Í báðum tilfellum þurftu brotaþolar að leita sér læknisaðstoðar. Brotaþolarnir hlutu skurði og tannbrot í árásinni, ásamt minni háttar höfuðáverkum. Meira »

Fagnaði 100 ára afmælinu

07:00 Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hárgreiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...