Fréttaskýring: „Það eru allir að vinna að sama markinu“

Heiðar Kristjánsson

Þegar Samtök atvinnulífsins beindu þeirri ósk til stjórnar Viðskiptaráðs Íslands að hafnar yrðu viðræður um sameiningu, var það m.a. rökstutt með þeim hætti að virkja þurfi betur kraft og frumkvæði atvinnurekenda til beinnar þátttöku í endurreisn atvinnulífsins og auka skilvirkni í rekstri samtaka atvinnurekenda. Lýsti framkvæmdastjórnin þeirri von sinni að sameinuð heildarsamtök gætu orðið mjög öflugur samstarfsaðili við endurreisn íslensks atvinnulífs.

Var jafnframt óskað eftir því að þessar viðræður gætu hafist sem allra fyrst. Erindið hefur ekki verið tekið fyrir í stjórn VÍ en verður væntanlega gert fljótlega.

„Fulltrúar beggja félaga hafa hist og það er mikill vilji til að auka samstarf, því þau vinna nokkurn veginn að sömu markmiðum. Það eru engar fregnir af endanlegri niðurstöðu enda var þetta hugsað sem hluti af stærra máli og er mjög jákvætt að atvinnurekendur hafi bein afskipti af því hvernig skipulagi hagsmunagæslu er háttað,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri VÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rætt hefur verið um sameiningu þessara samtaka. Viðskiptaráð Íslands, sem bar áður nafnið Verzlunarráð Íslands, á sér rúmlega 90 ára sögu. Árið 2005 var ákveðið að breyta nafninu í Viðskiptaráð Íslands.

Þegar Samtök atvinnulífsins voru stofnuð fyrir réttum áratug með sameiningu Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins, kom einnig til umræðu hvort rétt væri að Verzlunarráð gengi í sæng með SA og samtökin yrðu sameinuð. Þá komust menn að þeirri niðurstöðu að heppilegast væri að halda þessum tveimur félögum aðskildum. Meginástæðan var sú að þar sem SA væri þátttakandi í gerð kjarasamninga og ætti í ýmsum samskiptum við stjórnvöld var litið svo á að Verzlunarráðið væri frjálsara að því að halda frammi skoðunum og áleitinni umræðu sem sjálfstæð samtök.

Mörg fyrirtæki eiga aðild að báðum samtökunum. Viðskiptaráð eru frjáls samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífi og geta allir sem stunda rekstur átt aðild að því. Hlutverkið hefur fyrst og fremst verið að vera vettvangur atvinnulífsins til þess að vinna að framförum, bættu starfsumhverfi og aukinni velmegun og gæta hagsmuna viðskiptalífsins.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að nú finnist mörgum rétt að fara í gegnum þessa umræðu um mögulega sameiningu. „Það er fyrst og fremst mál stjórnar Viðskiptaráðs Íslands og félaga þess hvort þeir vilja koma inn í Samtök atvinnulífsins og sameinast þeim eða hvort þeir vilja halda Viðskiptaráðinu áfram sjálfstæðu. Við fundum að það var farið að tala um þetta meðal manna í atvinnulífinu og ákváðum því að ganga í málið og láta reyna á hvort grundvöllur er fyrir þessu,“ segir Vilhjálmur. „Það eru allir að vinna að sama markinu, að hér verði gott atvinnulíf, öflugt efnahagskerfi og gott samfélag. Það vill stundum gleymast að þetta eru sameiginlegt markmið,“ segir Finnur.

Innlent »

Enn lokað um Víkurskarð

06:58 Nú í morgunsárið er að lægja sunnanlands og má búast við þurru og rólegu veðri þar fram á kvöld. Fyrir norðan verður allhvöss eða hvöss austlæg átt í dag með snjókomu og skafrenningi og því líkur á að færð milli landshluta geti spillst. Víkurskarð er enn lokað. Meira »

Slysvaldur væntanlega ölvaður

06:52 Ökumaður sem ók yfir á rangan vegarhelming og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri skammt frá Hádegismóum í síðustu viku er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Miklar tafir urðu á umferð enda margir á leið til vinnu. Þrír voru fluttir á slysadeild. Meira »

Ófærð og vonskuveður

05:54 Allhvöss eða hvöss austanátt verður fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vindinn í kvöld og er spáð hvassviðri eða stormi á morgun með snjókomu. Viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Ford Ranger double cab,4x4 Diesel 2005
Ford Ranger díesel 2005 double cab með húsi,ekinn 294þ.5 gíra.góð dekk, smurbók,...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...