Loftorka átti lægsta tilboðið í undirgöng

Grundarhverfi á Kjalarnesi.
Grundarhverfi á Kjalarnesi. www.mats.is

Tilboð voru opnuð í gær hjá Vegagerðinni í gerð undirganga við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Um er að ræða gerð stálbogaundirganga undir hringveginn ásamt lagningu göngustíga við göngin að Klébergsskóla.

Lægsta tilboðið var frá Loftorku ehf., rúmar 35 milljónir. Hæsta tilboð átti Kraftlind ehf., 58,3 milljónir. Áætlaður verktakakostnaður var tæpar 44 milljónir.

Umferð skal vera kominn á hringveginn að nýju 15. desember nk. og verkinu á að vera að fullu lokið 1. maí 2010.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert