LÍÚ lýsir ráðherra með lagi Þursaflokksins

Þursaflokkurinn í þá gömlu góðu.....
Þursaflokkurinn í þá gömlu góðu.....

„Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra fór afar niðrandi orðum um tvær mikilvægar atvinnugreinar í ræðu sinni á ársfundi ASÍ í gær, " segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vef samtakanna. Friðrik segir að ráðherranum sé best lýst með lagi Þursaflokksins Pínulítill karl og er hægt að hlusta á lagið á vef LÍÚ.

„Orð ráðherrans eru honum ekki einungis til minnkunar vegna þess hroka sem hann sýndi þeim sem vinna við þessar atvinnugreinar. Þau eru einnig vanvirða við það góða fólk sem mátti sitja undir ræðu hans. Hæstvirtur ráðherrann virðist telja að þeir sem sækja ársfund ASÍ falli fyrir innantómum frösum og upphrópunum lýðskrumarans.

Sjá nánar á vef LÍÚ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert