Staða heimilanna enn verri en talið var

mbl.is/Kristinn

Ef meirihluti heimila með verðtryggð lán ætlar að þiggja neyðarkost þann sem greiðslujöfnun er, staðfestir það enn og aftur grafalvarlega stöðu meirihluta heimila í landinu, þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

„Fréttir hafa borist af því frá Íbúðalánasjóði að um helmingur lántaka og alls 70% hjá bönkunum ætli að nýta sér greiðslujöfnunarúrræðið þrátt fyrir að ljóst er að það komi til með að kosta lántakendur meira í verðbótum og vöxtum þegar upp er staðið. Ef þessar fréttir eru réttar, hlýtur það að endurspegla að meira en helmingur heimila með verðtryggð lán sé annað hvort ekki að ná endum saman nú þegar, eða sjái ekki fram á að ná endum saman á næstu mánuðum. Þó má einnig spyrja hvort allir lántakendur skilji eða átti sig á því hvað í úrræðinu felst, þ.e.a.s. að lækkun greiðslubyrði sé bara til skamms tíma, hvort þeir kjósi að láta skammtíma hagsmuni ráða eða þeir treysti því einfaldlega að gripið verði til ráðstafana áður en greiðslubyrðin fer aftur að aukast."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert