Hinir þrjósku Íslendingar

Hattersley lávarður.
Hattersley lávarður.

Roy Hattersley, fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, gleymir aldrei meðan hann lifir hve Íslendingar voru erfiðir viðfangs í landhelgisdeilunni við Breta. Hattersley, sem nú er orðinn lávarður, hefur á undanförnum misserum skrifað greinar í bresk blöð þar sem hann deilir þessari reynslu með löndunum sínum og reynir að útskýra hvers vegna Íslendingar séu jafn þrjóskir og ósveigjanlegir og raun beri vitni. 

Hattersley lávarður skrifar grein í blaðið The Times í dag undir fyrirsögninni: Má ég kynna hina þrjósku Íslendinga -  Ef forfeður þínir væru ræningjar myndir þú ekki hafa miklar áhyggjur af því að halda 3,6 milljörðum punda sem annar á.

Lávarðurinn segir, að það eigi ekki að koma neinum á óvart að Íslendingar hóti nú að greiða ekki Icesave-skuld sína við Breta. „Íslendingar eru í eðli sínu ósanngjarnir. Það er hluti af persónutöfrum þeirra og leyndarmálið á bak við tilveru þeirra. Ef stofnendur þessarar einstöku þjóðar - Norðmenn sem voru á flótta undan harðstjórn með írska og skoska þræla sína og konur sem þeir rændu á flóttanum - hefðu lagt raunsætt mat á möguleika sína hefðu þeir ekki numið land á hraunkletti rétt sunnan norðurheimskautsbaugs," segir Hattersley.

Hann bætir við að þjóðin sem nú vilji ekki endurgreiða Bretum lán sé komin í beinan karllegg af norrænum víkingum, sem farið hafi með ránshendi víða um heim. Afkomendur þeirra muni því ekki miklar áhyggjur af því að stinga 3,6 milljörðum punda, sem aðrir eiga, í eigin vasa. 

Hattersley fór fyrir sendinefnd, sem breska stjórnin sendi hingað til lands haustið 1975 til að reyna að semja um lausn þorskastríðsins. „Auðvitað töpuðum við því stríði. Íslendingarnir ákváðu einhliða að lýsa yfir eignarhaldi á alþjóðlegu hafsvæði. En það var ekki þeirra vandi, þegar þjóðarhagsmunum þeirra var ógnað, að fást mikið við lagalegar flækjur.  Íslensk varðskip sigldu bara á milli bresku togaranna og neta þeirra og skáru á togvírana," segir Hattersley.

Hann hefur áður, í grein í Guardian veturinn 2008, lýst heimsókn sinni til Íslands árið 1975 og endurtekur þá lýsingu í greininni í Times. Í stuttu máli voru þær fari ekki sléttar ef marka má frásögn Hattersleys. 

Hann viðurkennir í greininni í dag, að hann hafi hrifist af þessari undarlegu þrjósku þjóð og ákveðið að heimsækja Ísland aftur 20 árum eftir að Reykjavíkurstríðið var háð. Þá hafi komið í ljós að Íslendingar voru jafn uppteknir og áður af þjóðareinkennum sínum.

Þannig hafi gestgjafarnir minnt sig á, að íslenskir hestar væru ekki eins og aðrir hestar. Þeir hefðu fimm gangtegundir en venjulegir hestar hafi fjórar.

Frásögn Hattersleys er með nokkrum goðsagnakenndum blæ. Hann segist hafa farið til Íslands á vegum dagblaðs til að kynna sér íslenska erfðafræðirannsóknarstöð. Þar hafi verið tekið af honum blóðsýni og síðan hafi erfðaefni hans verið rannsakað.

„Þú ert með krabbameinsgenið, blóðtappagenið og Alzheimergenið," hefur Hattersley eftir forstjóra stofnunarinnar.

„Ég bætti við: Og offitugenið? Hafði móðir mín ekki sagt mér að þannig væri ég skapaður.

En forstjórinn hikaði ekki. „Nei, þú ert feitur vegna þess að þú valdir að vera feitur."

Annar aðdáunarverður eiginleiki Íslendinga er, að þeir eru ekki vanir að skafa af því," segir Hattersley lávarður.

Grein Hattersleys í The Times

Frétt um grein Hattersleys í Guardian í október 2008

Roy Hattersley kemur til fundar í Ráðherrabústaðnum árið 1975.
Roy Hattersley kemur til fundar í Ráðherrabústaðnum árið 1975. mbl.is/Ólafur K. Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »

Að hámarki greitt fyrir 15 þúsund km

12:10 Þingmenn munu að hámarki geta fengið endurgreiðslu fyrir 15.000 kílómetra akstri á eigin bíl á hverju ári samkvæmt breyttum reglum um þingfararkostnað sem forsætisnefnd Alþingis samþykkti í dag. Meira »

Enn er klakastífla í Hvítá

11:49 Lögreglumenn af Suðurlandi fóru í morgun og könnuðu og mynduðu klakastífluna í Hvítá við veiðihúsið við Oddgeirshóla.   Meira »

Tugir bíla skemmdust í sömu holu

11:13 Vel á þriðja, ef ekki fjórða, tug bíla hafa skemmst á síðasta sólarhringnum í djúpri holu í Mosfellsbæ á Vesturlandsvegi. Dekk og felgur byrjuðu að skemmast í gær en ekkert var að gert og í morgun var löng röð bíla sem höfðu lent sömu holu. Þegar mbl.is var á staðnum voru 8 bílar úti í kantinum. Meira »

Kosið um tillögu kjörnefndar

10:24 Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fundar í dag klukkan 17:15 í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut í Reykjavík, þar sem lögð verður fram tillaga kjörnefndar að framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

11:31 Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Engin svör frá spænsku lögreglunni

11:00 Íslenska lögreglan hefur ekki fengið svör frá spænskum lögregluyfirvöldum um réttarbeiðni ís­lenskra stjórn­valda um að lögreglan hér á landi taki yfir rann­sókn á máli sem Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir teng­ist á Spáni. Meira »

Íbúar hvattir til að sjóða neysluvatn

10:13 Grunur er um að yfirborðsvatn hafi komist í vatnsból hjá Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps - Helluveitu. Ekki er talið að mengunin valdi heilsutjóni hjá heilbrigðum einstaklingum, en til að tryggja heilnæmi vatnsins er mælt með að sjóða drykkjarvatn. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ib., Saga alþingis 1-5, Náttúrufræðing-urin...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...