Hætt við óvinsælar framkvæmdir við Ingólfstorg

Frá Ingólfstorgi.
Frá Ingólfstorgi. mbl.is/Júlíus

Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að unnið verði að nýju skipulagi að Ingólfstorgi þar sem fallið verður að hluta frá áður auglýstum tillögum sem hafa mætt talsverðri andstöðu.

Samkvæmt nýju tillögunum mun skemmtistaðurinn Nasa standa áfram í óbreyttri mynd, en fyrri breytingatillaga gerði ráð fyrir að staðurinn yrði rifinn og endurbyggður í kjallara nýbyggingar sem átti að rísa þar sem Nasa stendur nú. Einnig hefur verið hætt við að færa húsin við Vallarstræti 4 og Austurstræti 7 framar á torgið. Verða húsin tvö áfram á sínum stað og vernduð í þeirri mynd sem þau eru.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert