Betra en að deyja úr þorsta

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar félaga sína í VG á Akureyri …
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar félaga sína í VG á Akureyri í dag. mbl.is/Skapti

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð lagði áherslu á mikilvægi þess, á fundi flokksráðs flokks á Akureyri síðdegis, að Icesavesamningurinn yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Steingrímur fullyrðir að það sé best fyrir Íslendinga, með framtíðina í huga, að samþykkja samninginn. Vissulega sé deilt um hvað sé sanngjarnt og réttlátt - drykkurinn sé vissulega beiskur, en það sé þó betra að drekka hann en að deyja úr þorsta.

Í ræðu sinni á fundinum útilokaði Steingrímur ekki að möguleikar myndu opnast á því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga en þá sé brýnt að það verði á allra næstu dögum. Tíminn sé dýrmætur en þar til nýir möguleikar gefist - hugsanlega - sé besti kosturinn að lögin verði samþykkt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert