Þingmenn tengdir milljarða lánum

Sólveig Pétursdóttir.
Sólveig Pétursdóttir. mbl.is/Sverrir

Lán að fjárhæð rúmlega 3,6 milljarðar króna tengdust Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis, í árslok 2007. Voru lánin að mestu á vegum eiginmanns hennar, Kristins Björnssonar.

Stærstu lánin voru til félags Kristins, Mercatura ehf., og af þeim voru hæstu lánin í gegnum framvirka samninga. Helstu verðbréf sem lágu að baki þeim samningum voru hlutabréf FL Group hf., Glitnis banka og Kaupþings banka og skuldabréf Icebank.

Í stærstu lánum og framvirkum samningum Kristins og Mercatura var Glitnir mótaðili. Þá var félag í helmingseigu Kristins, Geri ehf., með 200–300 milljóna króna lán hjá Landsbanka á tímabilinu.

Lán sem tengdust Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, alþingismanns, námu  á tímabilinu tæplega 1,7 milljörðum króna og voru að mestu leyti á vegum eiginmanns hennar, Kristjáns Arasonar.

Stærstu lánin voru fyrst til Kristjáns beint en síðar til félags í hans eigu, 7 hægri ehf., vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Kristján var framkvæmdastjóri í bankanum og tengdust lánin starfshlunnindum til hans.

Lán sem tengdust Herdísi Þórðardóttur, fyrrverandi alþingismanni, námu rúmum milljarði króna. Öll veruleg lán sem hennu tengdust á tímabilinu voru á vegum eiginmanns hennar, Jóhannesar Sigurðar Ólafssonar, eða félags í sameiginlegri eigu þeirra. Stærstu lánin voru í gegnum framvirka samninga um íslensk hlutabréf, svo sem hlutabréf FL Group hf., Landsbankanum,  Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka og Actavis Group hf. Umfang viðskiptanna var mest árið 2006.

Á árinu 2005 gerði Jóhannes S. Ólafsson ehf., félag í sameiginlegri eigu þeirra hjóna, nokkuð af framvirkum samningum en um nokkru lægri fjárhæðir en Jóhannes sjálfur.

Lán til Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi alþingismanni, námu 755 milljónum króna. Þau voru nær öll  á vegum fasteignafélags í helmingseigu hans, Miðkletts eignarhaldsfélags ehf., og voru þau fengin hjá Landsbanka Íslands

Lán sem tengdust Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi ráðherra, námu 283 milljónum króna. Öll veruleg lán sem henni tengdust, voru á vegum eiginmanns hennar, Péturs Þórs Sigurðssonar. Jafnframt voru öll veruleg lán til félags Péturs, Lindarvatns ehf. Lánveitandi félagsins var Landsbanki Íslands.

Lán til Árna Magnússonar, fyrrverandi ráðherra, námu mest 265 milljónum króna. Þau voru í Glitni en Árni var ráðinn sem forstöðumaður til bankans árið 2006. Lánafyrirgreiðslurnar voru annars vegar til Árna sjálfs og hins vegar til félags í hans eigu, AM Equity ehf., en það félag fékk 100 milljóna króna lán til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum.

Lán til Ármanns Kr. Ólafssonar, fyrrverandi alþingismanns, námu mest 248 milljónum króna. ,Helstu lánin voru í Kaupþingi banka hf. og hins vegar lán í Landsbankanum í gegnum framvirka samninga. Undirliggjandi í þeim samningum voru ýmis hlutabréf, innlend og erlend. Stærstu samningarnir voru um hlutabréf Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka.

Lán til Bjarna Benediktssonar, alþingismanns, námu 174 milljónum króna í ársbyrjun 2008. Þau voru í Gliti, annars vegar var um bein lán að ræða og hins vegar um lán í gegnum framvirka samninga. Fyrir utan einn um 45 milljóna króna framvirkan samning um hlutabréf Glitnis í upphafi árs 2006 voru þeir framvirku samningar allir um hlutabréf erlendra banka, Deutsche Bank, Morgan Stanley og Lehman Brothers.

Lán sem tengdust Ástu Möller, fyrrverandi alþingismanni, námu 141 milljón í lok ársins 2006. Öll veruleg lán voru á vegum eiginmanns hennar, Hauks Þórs Haukssonar. Stærsti hluti þeirra lána var í gegnum framvirka samninga sem Stafholt ehf., félag Hauks, og Investis ehf., félag í helmingseigu Stafholts, gerðu. Stærstu samningarnir voru um íbúðabréf, þ.e. skuldabréf gefin út af Íbúðalánasjóði. Framvirku samningarnir voru gerðir við Kaupþing en lán voru í Landsbanka Íslands.

Þau lán sem tengjast Ólöfu Nordal, alþingismanni, námu 113 milljónum í lok september 2008 og og voru  il hennar og eiginmanns hennar, Tómasar Más Sigurðssonar, og voru aðallega í Landsbanka Íslands og Glitni banka.

mbl.is

Innlent »

Gunnlaugur formaður Hinsegin daga

Í gær, 21:39 Gunnlaugur Bragi Björnsson var fyrr í kvöld kjörinn nýr formaður Hinsegin daga í Reykjavík á aðalfundi félagsins.  Meira »

Ingvar Mar oddviti Framsóknar

Í gær, 21:25 Ingvar Mar Jónsson varaborgarfulltrúi verður í efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Nauðgunarmenning í umhverfi okkar

Í gær, 21:00 „Við þurfum að skoða þetta frá öllum hliðum. Á meðan konur eru ekki jafnvaldamiklar og karlar í samfélaginu þá birtist þetta valdamisvægi í ofbeldi,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar og borgarfulltrúi, eftir fund um ofbeldi og ungt fólk. Meira »

Fara fram á fangavist yfir óléttri konu

Í gær, 20:57 Saksóknari fer fram á að kona sem er ákærð fyrir 59 milljóna fjárdrátt verði dæmd til 14 mánaða fangelsisvistar en það kom fram við þingfestingu málsins fyrir héraðsdómi í morgun. Meira »

Sigurður myndlistarmaður ársins

Í gær, 20:55 Sigurður Guðjónsson var kjörinn myndlistarmaður ársins við afhendingu Myndlistarverðlauna Íslands í Listasafni Reykjavíkur. Hvatningarverðlaun ársins hlaut Auður Lóa Guðnadóttir. Meira »

752 hættu námi í framhaldsskólum

Í gær, 20:29 Alls hættu 752 nemendur námi í framhaldsskólum áður en til lokaprófa kom á haustönn 2017. Þar af voru 403 eldri en 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu Menntamálastofnunar um aðgerðir gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum. Meira »

Heilsurækt á gönguskíðum

Í gær, 19:53 Gönguskíðafélagið Ullur stendur fyrir viðamikilli starfsemi í Bláfjöllum og er mestallt starf unnið í sjálfboðavinnu. Magnús Konráðsson er einn sjálfboðaliðanna og er gjarnan á vaktinni í skála félagsins. „Þegar vel viðrar,“ áréttar kappinn, sem verður 85 ára í haust. Meira »

Davíð Fannar er fundinn

Í gær, 20:12 Davíð Fannar Thorlacius sem lögreglan á Norðurlandi eystra leitaði að fyrr í kvöld er fundinn. Lögreglan þakkar veitta aðstoð. Meira »

13 fá styrk frá Isavia

Í gær, 19:52 Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum. Verkefnin eru af fjölbreyttum toga. Við val á styrkþegum er áhersla er lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Meira »

Lögreglan leitar að Davíð Fannari

Í gær, 19:46 Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar að Davíð Fannari Thorlacius, 19 ára.  Meira »

Átti ekki von á þessari niðurstöðu

Í gær, 19:19 „Frekar óvænt kom tækifærið núna og ég ákvað bara að stökkva á það,“ segir Hildur Björnsdóttir sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún segir áhugann alltaf hafa blundað í sér en hún hefur hefur starfað sem lögmaður síðustu ár. Meira »

Heimsþing kvenleiðtoga næstu 4 ár

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa gert samkomulag við WPL, Women Political Leaders, Global Forum um að efna til Heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi ár hvert næstu fjögur ár. Meira »

Kastað í djúpu laugina strax

Í gær, 18:40 Árdís Ilmur Petty er 21 árs Reykjavíkurmær sem hafði lengi langað til þess að flytja til útlanda. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 2016 og þaðan lá leið hennar til Bournemouth á Bretlandi þar sem hún leggur stund á viðburðastjórnun við Bournemouth University. Meira »

Framboðslistinn samþykktur í Valhöll

Í gær, 18:12 Tillaga kjörnefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga í vor var samþykktur nánast samhljóða á fundi í Valhöll. Þar fundaði Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Meira »

Svala fékk snert af heilablóðfalli

Í gær, 17:45 Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á sjúkrahús í Los Angeles.  Meira »

Fær 8,7 milljónir vegna umferðarslyss

Í gær, 18:29 Hæstiréttur dæmdi föður manns og tryggingafélag hans til bótaskyldu vegna alvarlegs bílslyss. Farþegi bílsins fær frá þeim tæpar 8,7 milljónir króna í skaðabætur en hann slasaðist töluvert í slysinu. Hann er þó talinn meðábyrgur en ökumaðurinn, sonur hins bótaskylda, lést í slysinu. Meira »

Síðasti „hvellurinn“ í langri hrinu

Í gær, 17:58 Spár gera ráð fyrir enn einu leiðindaveðrinu síðdegis á morgun og annað kvöld. Veðurfræðingur segir þó huggun harmi gegn að allt líti út fyrir að hvellurinn á morgun sé sá síðasti í bili. Meira »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

Í gær, 17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...