Bryndreki sendur á gossvæðið

Björgunarfélag Akraness á þennan þýska bíll, af gerðinni Thyssen, sem …
Björgunarfélag Akraness á þennan þýska bíll, af gerðinni Thyssen, sem var notaður í landamæravörslunni í Berlín á sínum tíma. Rax / Ragnar Axelsson

Björgunarfélag Akraness er að undirbúa að senda bryndreka sem félagið á austur að Eyjafjöllum. Trukkurinn er þannig búinn að hann þolir vel mikið öskufall. Hægt er að fara á honum og bjarga fólki úr bílum sem drepist hefur á vegna öskufalls.

Þýsk stjórnvöld gáfu Slysavarnafélaginu Landsbjörg tvo svona trukka fyrir nokkrum árum.

Um er að ræða 10 tonna brynvarinn trukk sem áður var í notkun hjá þýsku landsmærasveitunum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með 10 mm brynvörn. Bíllinn hefur verið notaður í sérhæfðum björgunaraðgerðum við Hafnarfjall og á Kjalarnesi þar sem vindhviður hafa feykt á loft stórum og þungum vörubílum með tengivagna.

Í bílnum eru síur á loftræstikerfi til að sía táragas og efnavopn. Þær koma til með að nýtast vel í öskufallinu fyrir austan. Yfirbyggingin er 10 mm skothelt stál. Hann tekur allt að 9 farþega. Dekkin eru ekki skotheld heldur er aukadekk inni í sem er óuppblásið með gasi. Við núning þenst gasið út og hægt er að aka trukknum um 40 km leið á því.

mbl.is