Skuldar Glitni 8,5 milljarða

Björgólfur Thor á svölum við skrifstofu sína í höfuðstöðvum Novator …
Björgólfur Thor á svölum við skrifstofu sína í höfuðstöðvum Novator í London. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skuldir Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila við Glitni og Arion banka nema samtals um 13,5 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Skuldin við Glitni er um 8,5 milljarðar en skuldin við Arion rúmir fimm milljarðar.

Eins og fram kom í greinargerð og yfirlýsingu sem Björgólfur Thor sendi frá sér í fyrradag nema skuldir hans og tendgra aðila við Landsbankann og Straum rúmum 128 milljörðum króna.

Þá eru ótaldar erlendar skuldir Björgólfs og félaga hans. Í frétt Reuters fyrr á árinu sagði að skuld við hinn þýska Deutsche Bank vegna yfirtöku Novators, félags Björgólfs Thors, á Actavis næmi rúmum fjórum milljörðum evra, sem í dag gera um 700 milljarðar íslenskra króna.

Sjá nánar um þetta málí Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »