Aukafjárveiting til skapandi sumarstarfa

Skapandi sumarstörf með gjörning á Lækjartorgi
Skapandi sumarstörf með gjörning á Lækjartorgi Valdís Þórðardóttir

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um 20 milljón króna aukafjárveitingu til skapandi sumarstarfa Hins hússins. Hefur það í för með sér að hægt er að fjölga starfsmönnum um sjötíu - úr fjörutíu.

Áhersla verður lögð á, að veita 17 ára ungmennum skapandi sumarstörf þar sem atvinnuleysi í þeirra hópi mælist mikið. Um er að ræða störf við götuleikhús og skapandi sumarhópa. Þeir hafa m.a. tekið þátt í hátíðum á borð við þjóðhátíð, Menningarnótt og Björtu Reykjavík auk þess að aðstoða ferðamenn í miðborginni.

Auk áðurnefndra 110 starfsmanna ræður Reykjavíkurborg um 1.500 manns til sérstakra sumarstarfa, hefðbundinna afleysinga og atvinnuátaksverkefna í sumar. Jafnframt er áætlað að um 3.100 unglingar á aldrinum 13 til 15 ára starfi á vegum  Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina