Ferðamönnum fækkaði í apríl

Eldgosið hefur haft mikil áhrif á ferðir útlendinga hingað til …
Eldgosið hefur haft mikil áhrif á ferðir útlendinga hingað til lands mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 23 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í apríl síðastliðnum og er um að ræða 17% fækkun frá því í apríl á síðasta ári. Gosið í Eyjafjallajökli hefur haft sín áhrif, en framan af mánuði eða á tímabilinu 1.-13.apríl var 13,5% fjölgun í brottförum en á tímabilinu 14.-31. apríl nam fækkunin 40,7%. Að viðbættum 1000 brottförum erlendra gesta í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll nemur fækkunin 34,3%.

Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fækkun frá öllum mörkuðum, mest frá Norðurlöndunum eða 26,7%. N-Ameríkönum fækkaði um 17%, gestum frá Mið- og Suður Evrópu um 14%, Bretum um 9% og gestum frá öðrum mörkuðum um ríflega 9%.

Mun færri Íslendingar fara um Leifsstöð

Frá áramótum hafa 88 þúsund erlendir gestir farið frá landinu sem er 1,8 prósenta fækkun frá árinu áður.  Ríflega fjórðungur (25,7%) gesta er frá Norðurlöndunum, fjórðungur frá Bretlandi, 16,3% frá Mið- og S-Evrópu, 14% frá N-Ameríku og 18,8% frá öðrum markaðssvæðum.

Um fimmtungsfækkun  var í brottförum Íslendinga um Leifsstöð í apríl, voru 19.100 í apríl 2010 en 24.600 árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um 2,5%  í samanburði við sama tímabil á fyrra ári. Sjá nánar hér

Nýr skýrsla um mögulega framvindu eldgossins

Gefin hefur verið út skýrsla sem unnin var að beiðni Ólafar Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra. Var farið í þá vinnu að móta og framkvæma verkefni í anda sviðsmyndagerðar (scenarios) um hugsanlega atburðarrás við framvindu eldgossins í Eyjafjallajökli og áhrif náttúruhamfaranna á ferðaþjónustuna.

Það er mat skýrsluhöfunda að þessi tvö orð, öryggi og orðspor séu lykilorð til að styrkja enn frekar ferðaþjónustuna í náinni framtíð. Koma þarf á framfæri að hér sé gætt fyllsta öryggis þrátt fyrir hamfarir og að öll þjónusta sé til staðar til að mæta hugsanlegum afleiðingum þeirra.

Skýrslan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert