Kanna Þórsmerkurleiðina

Þórsmörk.
Þórsmörk.

Starfsmenn Vegagerðarinnar munu í dag kanna aðstæður á leiðinni inn í Þórsmörk. Veginn þar tók af á um það bil sex kílómetra kafla í vatnsflóði á öðrum degi gossins úr Eyjafjallajökli og hefur leiðin síðan verið ófær. „Ég vona að við vitum eftir þessa könnunarferð hvað þarf að gera á þessum slóðum,“ sagði Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, í samtali við Morgunblaðið.

Svanur segir að ef hægt verður að fylgja sömu leið og áður í Þórsmörk ættu vegabætur aðeins að vera einföld jarðýtuvinna, sem ekki er kostnaðarsöm. Þurfi hins vegar að færa vegstæðið horfi málið öðruvísi við og framkvæmdir gætu kostað nokkra fjármuni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »