Ökumenn virða ekki lokanir

Gosmökkurinn og Gígjökull sjást hér saman. Myndin er tekin í …
Gosmökkurinn og Gígjökull sjást hér saman. Myndin er tekin í gærkvöldi en virknin í kvöld hefur verið engu minni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Nokkur brögð hafa verið að því að ökumenn hafi ekki virt vegalokanir á leiðinni inn í Þórsmörk. Hefur lögreglan á Hvolsvelli sektað fjóra íslenska ökumenn síðustu daga vegna þessa. Er vegurinn lokaður við Stóru-Mörk. Mikil umferð fólks hefur verið inn eftir Fljótshlíðinni í dag og kvöld til að virða eldgosið fyrir sér.

Að sögn lögreglunnar hefur veður verið gott vestan eldstöðvarinnar, hægur vindur og tiltölulega hlýtt, og útsýni gott til eldstöðvarinnar. Hafa margir komið sér fyrir inn við Þórólfsfell í von um að sjá eldvirknina í gosinu. Einnig hafa margir fengið sér göngutúra að varnargörðunum til að komast nær jöklinum. 

Vildi lögreglan á Hvolsvelli brýna fyrir ökumönnum að virða vegalokanir á svæðinu, þær hefðu verið settar á af öryggisástæðum en á leiðinni inn í Þórsmörk getur fólki stafað hætta af eiturgufum frá Gígjökli, auk þess sem vegarstæðið er farið á köflum.

mbl.is

Bloggað um fréttina