Flúormagn langt yfir mörkum

Flúormagn í fjórum gróðursýnum sem tekin voru á bæjum undir Eyjafjöllum 3. maí sl. voru allt frá því að vera frá 113 mg/kg upp í 2.396 mg/kg. Þetta má lesa á vef Búnaðarsambands Suðurlands.

Þar kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun sé miðað við flúorþolmörk í fóðri hjá nautgripum sé um 25-30 mg/kg og sauðfjár við 70-100 mg/kg.

Niðurstöður úr þessum fjórum gróðursýnum eru þess vegna allt frá því að vera vel yfir þeim viðmiðunarmörkum upp í að vera langt yfir mörkunum.
mbl.is

Bloggað um fréttina