Kostnaður vegna eldgossins 400-600 milljónir

Horft til gosstöðvanna úr Fljótshlíð.
Horft til gosstöðvanna úr Fljótshlíð. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kostnaður stjórnvalda vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er á milli 400-600 milljónir króna, samkvæmt bráðabirgðatölum sem kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Kemur það fyrst og fremst til kasta bjargráðasjóðs og viðlagatrygginga að annast þann kostnað.

Þrjú ráðuneyti munu sjá um að gera lagabreytingar svo sjóðirnir geti greitt féð út.

mbl.is