Ingólfur og Steingrímur fyrir dómara

Ingólfur (t.v.) leiddur fyrir dómara í gærkvöldi.
Ingólfur (t.v.) leiddur fyrir dómara í gærkvöldi. mbl.s/Golli

Steingrímur Kárason, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar Kaupþings, var leiddur fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri bankans á Íslandi, var leiddur fyrir dómarann skömmu fyrir miðnætti.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var krafist gæsluvarðhalds yfir Ingólfi og farbanns yfir Steingrími. Það kynni þó að hafa breyst þegar komið var í dómshúsið þar sem hlutirnir gerðust hratt við rannsókn málsins í gær. Að sögn Jóhannesar Bjarna Björnssonar hrl., lögmanns Ingólfs Helgasonar, neitaði Ingólfur sök við yfirheyrslur í gær og taldi sig ekki hafa framið lögbrot.

Sérstakur saksóknari lýsir meintri markaðsmisnotkun Kaupþings sem mjög umfangsmikilli, kerfisbundinni og skipulagðri, í greinargerð með gæsluvarðhaldskröfu sinni á hendur Hreiðari Má og Magnúsi Guðmundssyni. Mál af þessari stærðargráðu eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi og þótt víðar væri leitað, hvað fjárhagslega hagsmuni varðar.

Sjá ítarlega umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Steingrímur Kárason kemur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum …
Steingrímur Kárason kemur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum eftir að hafa verið leiddur þangað inn um klukkan 22.20 í gær. mbl.s/Golli
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »