Gosvirkni í lágmarki

Gosvirkni er í lágmarki og því ekki búist við öskufalli að ráði. Fylgst verður með framvindu mála og öskuspá gefin út ef þurfa þykir, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindamanni hjá Veðurstofu Íslands í morgun var eldgosinu ekki lokið.

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir alls ekki víst að gosinu sé að ljúka þótt verulega hafi dregið úr því. Bendir hann á að síðast þegar gaus í Eyjafjallajökli, frá árinu 1821 til ársins 1823, hafi gosið staðið yfir í um 13 eða 14 mánuði en legið niðri langtímum saman á tímabilinu. „Gosinu gæti verið að ljúka, en það gæti líka staðið yfir lengi til viðbótar. Við verðum bara að bíða og sjá.“

Vefmyndavél Mílu

mbl.is