Lúðvík verður áfram bæjarstjóri

„Það munar litlu,“ sagði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri þegar hann fylgdist ...
„Það munar litlu,“ sagði Lúðvík Geirsson bæjarstjóri þegar hann fylgdist með tölunum í Hafnarfirði. Á endanum náði hann ekki inn en hann mun eftir sem áður gegna embætti bæjarstjóra hálft kjörtímabilið. hag / Haraldur Guðjónsson

Lúðvík Geirsson mun áfram gegna embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði hálft kjörtímabilið eða til júní 2012 en þá mun oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, taka við. Lúðvík sat í baráttusætinu, 6. sæti í kosningunum og náði ekki kjöri.

Samkomulag um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar milli Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var staðfest á fundum flokkanna nú í kvöld.  Flokkarnir hafa jafnframt samþykkt málefnasamning og ítarlega verkefnaskrá til næstu fjögurra ára auk samkomulags um skipan í kjörin embætti á kjörtímabilinu.   Yfirskrift málefnasamnings Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Hafnarfirði er:  Velferð, lýðræði, atvinna og umhverfi fyrir fólkið í Firðinum, að því er segir í tilkynningu.

Áframhaldandi uppbygging á verðmætum atvinnusvæðum

„Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að standa vörð um félagsleg sjónarmið og lausnir við rekstur bæjarins og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun.  Þá verður  lögð sérstök áhersla á að bæta möguleika Hafnfirðinga til beinnar þátttöku í stefnumótun og ákvarðanatöku um mál sem þá varðar og efnt verður til margvíslegra aðgerða til að tryggja aukin áhrif íbúanna og aðgang að stjórnkerfi og upplýsingum.  Leitað verður eftir víðtæku samráði og  samvinnu milli allra bæjarfulltrúa og starfsmanna bæjarins til að fylgja  eftir góðum árangri og bæta enn frekar rekstur bæjarins með hagkvæmni, aðhaldi og góðu skipulagi.  Meginmarkmiðið er að tryggja jákvæða rekstrarafkomu og auka á ný veltufé frá rekstri,“ segir í tilkynningu nýja meirihlutans. 

„Staðinn verður vörður um velferðarþjónustu bæjarins og lögð áherslu á fjölbreytt atvinnulíf á forsendum sjálfbærrar þróunar í samræmi við fyrirhugaða umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins.  Höfuðáhersla verður lögð á áframhaldandi uppbyggingu á verðmætum atvinnusvæðum í eigu bæjarfélagsins.  Áhersla verður á markvissa framþróun í leik og grunnskólum og aðkoma íbúa og starfsfólks að þróun og uppbyggingu skólastarfs verður efld.  Heilbrigður lífstíll og almenn lýðheilsa verða í forgrunni í íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi og lögð áhersla á að rækta, menningararf og sérkenni Hafnarfjarðar í umhverfi, byggingum og skipulagi.

Samkomulag flokkanna varðandi stjórnsýslu bæjarfélagsins byggir á jafnræði og trausti sem er grundvöllur ábyrgs og framsækins samstarfs. Núverandi bæjarstjóri Lúðvík Geirsson mun gegna því embætti fram til júní 2012, en þá mun oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir taka við embætti bæjarstjóra út kjörtímabilið.“

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tekur við embætti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í júní ...
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir tekur við embætti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í júní 2012. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

05:30 Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.  Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

05:30 Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...
VILTU VITA FRAMTÍÐ ÞÍNA ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer framtíð þína. erla simi 587...
Til leigu
Íbúð til leigu Ca. 100 m2 íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi í suðurhlíðum Kópavogs,...