Dómurinn mun skapa mikla erfiðleika

Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Lýsingar hf. og SP-fjármögnunar, segir að dómur Hæstaréttar muni hafa í för með sér „mikla erfiðleika“ á fjármálamarkaðnum, dómarnir snúist í raun ekki aðeins um þessi mál heldur varði fleiri mál. Hundruð milljarða séu í húfi.

Hann sagði einnig að brugðið hefði getað til beggja vona í ljósi héraðsdóma sem gengu hvor í sína áttina og geti því ekki sagt að niðurstaðan hafi komið honum á óvart.

Hæstiréttur.
Hæstiréttur. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina