Efast um íslenska lögfræði

mbl.is

Jón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York, segir þá furðulega skoðun vera nokkuð útbreidda meðal íslenskra lögfræðinga að þótt eitt ákvæði gengistryggðu bílalánssamninganna  hafi verið dæmt ólöglegt eigi öll önnur ákvæði samninganna að standa óbreytt og lántakendur eigi að greiða af lánum sínum samkvæmt þeim ákvæðum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón ritar á Pressuna.

„Ekki ómerkilegri lögfræðingur en Magnús Thoroddsen, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, hefur meðal annarra sagt þetta vera sína skoðun. Magnús viðurkennir að íslensk samningalög kveði á um að almennt megi víkja til hliðar samningi vegna atvika sem eiga sér stað eftir að samningur er gerður og samningurinn tekur ekki á. En hann bendir á að íslensk samningalög segi að ekki skuli taka tillit til atvika sem síðar koma til ef þau eru neytenda í óhag. Þar sem neytandinn í þessu tilviki er lántakandi telur hann að ekki megi hrófla við öðrum ákvæðum þessara lánasamninga þótt Hæstiréttur hafi kveðið upp dóm um að eitt algert lykilákvæði þeirra stangist á við lög.

Þessa lögfræði á ég erfitt með að skilja. Magnús virðist byggja röksemdafærslu sína á þeirri hugmynd að hvert ákvæði samnings sé algerlega sjálfstæð eining óháð öðrum ákvæðum sama samnings. Hann telur því að unnt sé að fella úr gildi eitt ákvæði án þess að það hrófli við neinum öðrum ákvæðum samningsins. Og ef atvik hefur áhrif á fleira en eitt ákvæði megi kerfisbundið hrófla við þeim sem íþyngja neytendum en ekki hinum í stað þess að horfa á samninginn sem eina heild og passa að heildaráhrifin af breytingum á samningnum skerði ekki stöðu neytenda.

Ef þetta er íslensk lögfræði þá verð ég að segja að íslensk lögfræði er á villigötum og þarf á róttækum breytingum að halda," skrifar Jón.


Fráleitt að halda því fram að samið hafi verið um 3% raunávöxtun

Hann segir að þegar hann lesi speki íslenskra lögfræðinga finnist honum þeir sumir hverjir ekki sjá skóginn fyrir trjánum.

„Í þeirra augum virðist lögfræði vera algerlega tæknilegs eðlis. Sú hugmynd virðist til dæmis vera ótrúlega vinsæl að eitt rétt svar við öllum lögfræðilegum álitaefnum sé að finna í lögum og öðrum skrifuðum réttarheimildum. Samkvæmt þessu virðist dómari ekki þurfa að búa yfir neinni dómgreind. Starf hans er eins konar útreikningur. Ég er ansi hræddur um að þessi hugsun sé byggð á mikilli einfeldni og hafi slæmar afleiðingar í för með sér," skrifar Jón.

Hann segir algerlega fráleitt að halda því fram að samningsaðilar hefðu gert með sér samning um lán á u.þ.b. 3% nafnvöxtum í íslenskum krónum. Lánveitandinn hefðir klárlega ekki fallist á þess konar samning. Ef Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að túlka eigi þessa samninga með þeim hætti er það bæði óréttlátt og slæmt fordæmi varðandi grundvallaratriði í samningarétti (hvort hvert ákvæði samnings sé sjálfstæð eining) sem mun án efa draga úr hagsæld á Íslandi þegar fram líða stundir.

Pistill Jóns Steinssonar í heild

Ingvar Christiansen viðskiptalögmaður er á öndverði skoðun við Jón í aðsendri grein sem birt er einnig á Pressunni

mbl.is

Innlent »

„Minniháttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minniháttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason forstöðumann Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Hátt í þrjúþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »

Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

07:37 Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs. Meira »

Viðrar ágætlega til Menningarnætur

07:35 Útlit er fyrir hæga breytilega átt á mestöllu landinu í dag, laugardag, og væntanlega verður skýjað að mestu og dálitlir skúrir á víð og dreif. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Á rúmlega tvöföldum hámarkshraða

07:19 Ökumaður var stöðvaður á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að bifreið hans mældist á 185 km/klst, en þar er hámarkshraði 90 km/klst. Meira »

Jarðskjálfti í Krýsuvík í nótt

07:14 Jarðskjálfti af stærð 3,4 varð í Krýsuvík kl. 01:34 í nótt. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið ern voru þeir allir undir 1 að stærð. Meira »

Fyrsta barn ársins fætt í Eyjum

05:30 Fyrsta barn ársins í Vestmannaeyjum fæddist þriðjudaginn 20. ágúst. Það var stúlka, 16 merkur og 53 cm. Að sögn móður stúlkunnar gekk fæðingin vel og heilsast þeim mæðgum vel. Meira »

Hefur áhyggjur af íslenskunni

05:30 „Ég hef fyrst og fremst áhyggjur af því hvernig enskuáhrifin eru yfirgnæfandi. Maður sér þess víða merki, til dæmis í töluðu máli og í skrifum fólks á netinu. Heilu setningarnar og frasarnir hafa ruðst inn í málið; má þar nefna orð sem notuð eru í daglegu tali, svo sem „actually“ og „basically“, án þess að nokkur þörf sé á því.“ Meira »

Geta valið bestu markaði fyrir kjötið

05:30 Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...