Skoðar hvort ákæra eigi vegna myntkörfulána

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóri skoðar hvort höfða eigi refsimál gegn stjórnendum fjármálafyrirtækja fyrir að bjóða upp á ólögleg myntkörfulán. 

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota,  staðfesti þetta við Stöð 2.  Í fréttum stöðvarinnar kom einnig, fram að verið sé að skoða hvort þessi mál eigi hugsanlega heima hjá sérstökum saksóknara og hvort brot séu fyrnd.

mbl.is